Hvenær
March 2, 2025
Kl. 14:00 - 16:00
Hvar
Þjóðminjasafnið, fyrsta hæð

Sunnudaginn 2. mars á milli kl. 14 og 16 verða félagar í víkingafélaginu Rimmugýgi í fullum skrúða í safninu og taka á móti gestum barnadagskrár. Þau sjá um að stjórna leikjum sem börn og þeirra fullorðna fylgdarlið getur spreytt sig á. Þetta eru gjarnan lúmskir þrautaleikir svo sem Að reisa horgemling eða Að stökkva yfir sauðarlegg eins og leikirnir kölluðust seinna meir. Einnig verður hægt að taka þátt í hópleikjum svo sem Sniglaleik og Keðjuleik.

Til að hvíla sig á hasarnum má dunda sér við að kríla eða flétta band sem t.d. má hafa fyrir vinaband. Það er gaman að sjá fallegt band eða borða verða til í litasamsetningu að eigin vali. Handverkshópur úr Rimmugýgi hjálpar ykkur og kennir aðferðirnar.

Dagskráin fer fram á jarðhæð safnsins þar sem einnig er kaffihús sem býður upp á tilboð fyrir krakka í tilefni dagsins. Ókeypis aðgangur er að dagskráinni en fullorðnir greiða aðgangseyri að sýningum uppi á hæðum.

Verið velkomin hvenær sem er á milli kl. 14 og 16 til að taka þátt í skemmtilegri dagskrá með Rimmugýgi.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.