Hvenær
8. apríl 2025
13. apríl 2025
Hvar
Anddyri

Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð 2025. Sýnd verða listaverk eftir nemendur í 8. bekk í Hagaskóla.

Líðan unglinga hefur mikið verið í umræðunni og með þessu verkefni fá þau sjálf orðið í þeirri umræðu. Verkefnið er samþætting á milli textíl- og sjónlista, þar sem nemendur nota blandaða tækni; teikningu, útsaum og málun. Unnið var út frá verkum listakonunnar Söru Vilbergs sem hefur grandskoða fólk, samskipti þess og tjáningu með svipbrigðum, og saumað út í striga.

Gerð var óformleg og óvísindaleg könnun og nemendur beðnir að nefna þær þrjár tegundir líðanar sem þeir finni oftast fyrir. Miðað við niðurstöður unnu nemendur með eftirfarandi líðan í verkefninu: gleði, kvíði, pirringur, reiði, stress, spenna, þreyta, sorg. Eftir kynninguna á listakonunni og hennar verkum drógu nemendur miða með líðan sem þau áttu að birta á striganum.

Í framhaldi af vinnunni tóku kennarar umræðu með nemendum um virði hverrar líðanar og hvað þurfi að gera til að bæta hana og hverju þurfi að fórna.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Hér að neðan má sjá verk nemenda í vinnslu:

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:
Sara Vilberg, Brynja Emilsdóttir textílkennari, Hjörný Snorradóttir myndmenntakennari og Sigrún Erna Sigurðardóttir myndlistakona, kennaranemi úr list og verkgreinanáminu á menntavísindasviði HÍ.
Samstarfsaðilar:
LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.