Plast og brot úr framtíð. Sýning Landakotsskóla á Barnamenningarhátíð.

Nemendur Landakotsskóla unnu listaverk innblásin af sýningu Þorgerðar Ólafsdóttur, Brot úr framtíð, sem sýnd var í Þjóðminjasafninu 2024. Verkefnið unnu þau með kennaranemum frá Háskóla Íslands í samstarfi við LÁN (listrænt ákall til náttúrunnar). Líkt og Þorgerður gerði í sinni sýningu þá veltu nemendur fyrir sér fyrirbærum sem tengjast áhrifum mannsins á náttúruna.
Á sýningunni eru sýnd plastskrímsli, furðufuglar og vangaveltur um áhrif plastmengunar á hrafna.
Efniviðurinn er plastrusl sem nemendur komu með frá eigin heimilum. Plastrusl-vandamálið var rætt frá ólíkum hliðum og nemendur veltu fyrir sér hvað við getum gert til að draga úr ofnotkun einnota plasts.
Á meðan á sýningunni stendur gefst gestum tækifæri til að vinna myndrænt og bæta við sýninguna. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Myndirnar hér að neðan eru af börnunum undirbúa sýninguna.
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
