Ljósmyndasafn Íslands

Ljósmyndasafns Íslands er fjársjóður heimilda um líf, menningu og sögu Íslendinga. Safnið varðveitir um átta milljónir mynda sem í felast ómetanleg menningarverðmæti. Varðveisla ljósmynda er mikilvæg hverju samfélagi, enda varpa þær ljósi á hver við erum og hvaðan við komum. Hluti safnsins hefur verið skráður á Sarp (sarpur.is) og þar geta allir skoðað myndirnar.
Ljósmyndir eru stærsti efnisflokkurinn í Þjóðminjasafni Íslands. Í því er að finna úrval þjóðlífs- og mannamynda frá upphafi ljósmyndunar árið 1839 og fram yfir aldamótin 2000 sem og best varðveitta úrval teiknaðra og málaðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi frá 16. til 19. aldar. Myndir í ljósmyndasafninu eru flokkaðar í einingar eftir uppruna og gerð.
Starfsemi Ljósmyndasafnsins er að í Vesturvör 16-20 í Kópavogi og þar er safneignin varðveitt. Vinsamlega athugið að engar sýningar eru í Vesturvör. Allar sýningar eru á Suðurgötu 41 í Reykjavík.
Netfang: ljosmyndasafn@thjodminjasafn.is
Viltu afhenda Þjóðminjasafninu myndir?
Safnið tekur við ljósmyndum frá stofnunum og einkaaðilum. Ef óskað er eftir að afhenda safninu myndir vinsamlegast gefið upplýsingar um aldur mynda, nafn ljósmyndara og fjölda mynda sem þú vilt afhenda. Sérfræðingur safnsins mun hafa samband í kjölfarið.
Senda tölvupóst
Í Ljósmyndasafninu eru fimm undirsöfn:
Mannamyndasafnið telur rúmlega 55 þúsund ljósmyndir. Byrjað var að safna mannamyndum árið 1908 og markar það upphaf ljósmyndasöfnunar hér á landi.
Ljós- og prentmyndasafnið telur um 37 þúsund myndir. Söfnun þeirra hófst árið 1915.
Póstkortasöfn eru þrjú og í þeim eru um 14 þúsund kort.
Filmu- og plötusöfn eru 253 og koma frá atvinnuljósmyndurum, ljósmyndastofum og áhugamönnum. Fyrsta safn þeirrar tegundar barst safnsinu árið 1915. Filmu- og plötusöfnin eru misstór, sum innan við tíu myndir, önnur um milljón. Alls eru um fjórar milljónir mynda í filmu- og plötusafni.
Myndasöfn eru 75 talsins. Til myndasafna teljast söfn stofnana og fyrirtækja sem afhent hafa Ljósmyndasöfn sín Þjóðminjasafninu til varðveislu. Í myndasafni eru meðal annarra ljósmyndasafn Morgunblaðsins, Sambands íslenskra samvinnufélaga og Ríkisútvarpsins.
Skrá yfir myndasöfn í Ljósmyndasafni Íslands

Yfir milljón ljósmyndir eru skráðar í gagnagrunninn Sarp

Viltu kaupa ljósmynd eða birtingarrétt á myndum safnsins?
Útgefendur, kvikmyndagerðafólk, sérfræðingar og allir áhugasamir geta keypt eða leigt eftirtökur af myndum safnins.
- Ef keyptar eru fleiri en 7 myndir er veittur 30% afsláttur.
- Söfn fá 50% afslátt vegna sýninga og útgáfu.
- Allar myndir eru afhentar rafrænt í 300 punkta upplausn. Fyrir viðbótar myndvinnslu er greitt samkvæmt gjaldskrá.
Vinsamlega kynnið ykkur skilmála og við aðstoðum ykkur eftir bestu getu.
Senda tölvupóstVerðskrá
Almenn þjónusta
Þjónusta
Verð með vsk
Innskönnun
750 kr.
Rafræn mynd til einkanota
2.500 kr.
Tímavinna sérfræðings
16.864 kr.
Höfundar- og birtingarréttur
Miðill
Höfundar og
birtingarréttur
Birtingarréttur
Bækur: forsíða / innsíða
22.400 kr.
11.200 kr.
Bækur, endurútgáfa: forsíða / innsíða
9.000 kr.
4.500 kr.
Sjónvarp / kvikmyndir
22.400 kr.
11.200 kr.
Dagblöð / tímarit
22.400 kr.
11.200 kr.
Dagblöð / tímarit, færri en 300 eintök
11.200 kr.
5.600 kr.
Ráðstefnur: skýrslur
11.200 kr.
5.600 kr.
Ráðstefnur: fyrirlestrar
6.000 kr.
3.000 kr.
Ráðstefnur: upplýsingaskilti
11.200 kr.
5.600 kr.
Auglýsing í prentmiðli, heil / hálf síða
38.000 kr.
19.000 kr.
Auglýsingarherferð
89.200 kr.
44.600 kr.
Vefsíða fyrirtækis
29.800 kr.
14.900 kr.
Vefsíða einstaklings
6.000 kr.
3.000 kr.
Vefsíða félagasamtaka
15.600 kr.
7.800 kr.
Myndir á sýningu
22.400 kr.
11.200 kr.
Skreytingar fyrirtækja / stofnana
22.400 kr.
11.200 kr.
Vörur / minjagripir
14.800 kr.
7.400 kr.
Nemendaritgerðir, allt að 5 myndir
3.500 kr.
1.750 kr.
Kennsla, fyrirlestrar, allt að 5 myndir
3.500 kr.
1.750 kr.
Skilmálar vegna afnota á ljósmyndum í vörslu Þjóðminjasafnsins
2. Þjóðminjasafn Íslands heimilar viðskiptamanni, eftir atvikum í umboði rétthafa höfundaréttar, afnot ljósmyndarinnar með þeim skilmálum er greinir í afnotaleyfi þessu. Viðskiptamanni er ljóst að enginn einkaréttur fylgir afnotaleyfinu.
3. Heimil afnot af ljósmyndinni takmarkast við persónuleg not viðskiptamanns og/eða þau not sem tilgreind eru í pöntun. Sé um að ræða gerð eintaka (svo sem prentuð eða fjölfölduð rit, aðra prentgripi, minjagripi, o.s.frv.) takmarkast heimiluð not við þá útgáfu og eintakafjölda sem tilgreint er í pöntun. Sé um að ræða að verk er gert aðgengilegt almenningi (svo með með því að sýna það opinberlega, með notkun á neti, o.s.frv.) takmarkast heimiluð not, nema öðruvísi sé um samið, við það tilefni og tímabil sem tilgreint er í pöntun). Heimil afnot takmarkast ætíð við það tímabil sem tilgreint er í pöntun.
4. Geta skal nafns höfundar og Þjóðminjasafns Íslands á eintökum sem gerð eru á grundvelli afnotaleyfis þessa og við birtingu, eftir því sem við á, sbr. 4. gr. laga nr. 73/1972.
5. Óheimilt er með öllu að gera ljósmyndina aðgengilega á samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram, Twitter, o.s.frv.
6. Eftir að ljósmynd hefur verið nýtt ber viðskiptamanni eigi síðar en 30 dögum eftir að vinnslu lýkur að eyða eintökum sem notuð hafa verið við vinnsluna.
7. Viðskiptamaður skuldbindur sig til að afhenda Þjóðminjasafni Íslands eitt eintak af útgáfu sem framleidd er á grundvelli afnotaleyfis þessa.
8. Afnotaleyfi þetta einskorðast við viðskiptamann og er ekki framseljanlegt.
9. Reynist nauðsynlegt að höfða mál vegna ágreinings um afnotaleyfi þetta skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Handbók um varðveislu ljósmynda
Handbókin Varðveitum myndina er hugsuð sem uppflettirit um varðveislu mynda og ætluð starfsfólki á söfnum. Orðið mynd á við allar tegundir af ljósmyndum, allt frá Daguerretýpum til stafrænna ljósmynda, svo sem pappírsmyndir, skyggnur og filmur, svarthvítar sem litmyndir, lausar, innrammaðar eða í albúmum. Eins er fjallað um kvikmyndir og varðveislu þeirra, hvort sem um er að ræða myndir á filmum, myndböndum eða mynddiskum.
Varðveitum myndina (pdf)

Rannsóknir Ljósmyndasafns Íslands
Ljósmyndasafnið hefur staðið að útgáfu ýmissa rita. Þar á meðal eru yfirlitsrit um sögu ljósmyndunar á afmörkuðum tímabilum og bækur um einstaka ljósmyndara. Einnig hafa verið teknar saman ýmsar óprentaðar skýrslur um safnkostinn.
Útgefin rit og rannsóknir
Þjóðin, landið og lýðveldið
Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Ágúst Ó. Georgsson, Christiane Stahl, Linda Ásdísardóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson unnu að rannsókninni. 2008.
Konunglegur hirðljósmyndari
Rannsókn á starfsferli Ólafs Magnússonar og þætti hans í íslenskri ljósmyndasögu. Inga Lára Baldvinsdóttir og Ívar Brynjólfsson unnu að rannsókninni. 2003.
Líf og starf Lofts Guðmundssonar
Inga Lára Baldvinsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Erlendur Sveinsson unnu að rannsókninni. 2002.
Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum 1860
Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2002.
Skotskífur úr fórum Det Kongelige Kjöbenhavnske Skydeselskab og danske Broderskab
Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2001.
Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945
Yfirlitsrit um sögu íslenskrar ljósmyndunar og starfandi ljósmyndara á tímabilinu. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2001.
Ferðalangurinn og rithöfundurinn Throup og Íslandsmyndir hans
Ívar Brynjólfsson annaðist rannsóknina. 2001.
Magnús Ólafsson og framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar
Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2000.
Hans Malmberg og Íslandsmyndir hans
Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2000.
Líf og starf Sigríðar Zoëga
Æsa Sigurjónsdóttir vann að rannsókninni. 2000.
Ljósmyndir teknar af Fransmönnum á Íslandi á 19. öld
Æsa Sigurjónsdóttir vann að rannsókninni. 2000.
Ljósmyndun á Íslandi 1950-1970
Guðrún Harðardóttir vann að rannsókninni. 1999.
Rannsókn á gömlum þjóðlífsmyndum úr bókum og blöðum frá fyrri öldum
Halldór J. Jónsson vann í félagi við Árna Björnsson. 1984.
Skrá yfir mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara
Rannsókn unnin af Halldóri J. Jónssyni. 1977.
Kíktu á úrval ljósmynda í Safnbúð
