Munasafn

Í Munasafni fer kjarni starfseminnar fram og sýningar byggja á starfi sérfræðinga sem þarf starfa. Þar starfa sérfræðingar á sviði menningarsögu, gripafræði, forvörslu, fornleifafræði og þjóðháttafræði sem sinna rannsóknum og fræðastörfum. Grunnsýning Þjóðminjasafnsins endurspeglar varðveislu- og rannsóknastarf innan Munasafns og sérsýningar byggja á rannsóknum sem ætlað er að varpa ljósi á menningu og líf í samtímanum.
Hlutverk Munasafns er að safna, varðveita og kynna íslenskan menningararf í víðum skilningi. Stór hluti Munasafns er skráður í gagnagrunninn Sarp og þar er hægt að fletta upp gripum.
Gripir í safninu eru um þrjú hundruð þúsund, en söfnun hófst við stofnun Forngripasafnsins, undanfara Þjóðminjasafn Íslands, árið 1863. Gripirnir eru af öllu tagi, allt frá ómetanlegum listaverkum til hversdagslegra amboða sem til voru nánast á hverju heimili. Meðal gripa eru listgripir úr kirkjum, altaristöflur, líkneski, altarisbúnaður og höklar, munir sem tilheyrðu daglegu lífi, margs konar fatnaður, húsbúnaður og húsgögn, útskornir gripir, rúmfjalir, kistlar, drykkjarhorn og silfurgripir svo nokkuð sé nefnt. Þá eru í safnkostinum tækniminjar, vélar, bílar og bátar.
Einnig eru jarðfundnir munir úr fornleifauppgröftum varðveittir í Munasafni. Samkvæmt lögum eru jarðfundnir gripir eign íslenska ríkisins og hlutverk Þjóðminjasafnsins að varðveita slíka gripi við kjöraðstæður. Viðamiklar fornleifarannsóknir síðustu ára hafa skapað auknar kröfur til húsakynna og öruggrar varðveislu.
Munasafns Þjóðminjasafnsins er í varðveislu- og rannsóknamiðstöð safnsins á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. Vinsamlega athugið að engar sýningar eru á Tjarnarvöllum. Allar sýningar eru á Suðurgötu 41 í Reykjavík.
Netfang: munasafn@thjodminjasafn.is
Viltu afhenda muni eða leita ráða sérfræðinga?
Sérfræðingar veita almenningi, fræðimönnum og nemendum margvíslega þjónustu og upplýsingar sé eftir er því leitað, s.s. upplýsingar um skil á gögnum úr fornleifarannsóknum. Vinsamlega tilgreinið erindið og við höfum samband.
Hafa sambandBeiðnir um aðgang að gripum
Þjóðminjasafn Íslands hvetur til rannsókna á safnkosti í vörslu þess enda draga rannsóknir fram þá þekkingu sem í honum er fólgin. Til að fá aðgang að gripum til rannsóknar eða láns eða óska eftir sýnatöku á safnkosti, vinsamlega fyllið út viðeigandi eyðublað:
Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
Þjóðminjasafnið hefur m.a. það hlutverk að taka við og varðveita fornmuni, sýni og önnur rannsóknargögn úr fornleifarannsóknum en þeim skal lögum samkvæmt skilað til safnsins. Nánari upplýsingar um skil á gögnum úr fornleifarannsóknum veita sérfræðingar Þjóðminjasafnsins.
Hér má nálgast reglur og leiðbeiningar sem gilda um afhendingu gagna og gripa úr fornleifarannsóknum, veitingu leyfa til fornleifarannsókna, sniðmát og dæmi um frágang á einstökum skrám.
Reglur og leiðbeiningar um afhendingu gagna úr fornleifarannsókn
Flettu upp munum og ljósmyndum á Sarpi


Hvað er forvarsla?
Forvarsla er þverfagleg starfsgrein sem stuðlar að varðveislu hvers konar menningarsögulegra gripa, svo sem listaverka, forngripa, bóka og handrita. Forverðir sérhæfa sig innan ákveðinna greina, til dæmis í forvörslu málverka, forngripa, textíls og pappírs.
- Viðgerðir sem koma skemmdum gripum í upprunalegt ástand án þess að glata fagurfræðilegu eða sögulegu samhengi.
- Meðferð til að gera varðveislu gripa stöðuga og hamla gegn hrörnun.
- Rannsóknir sem ákvarða hvaða efni voru notuð við framleiðslu gripa eða eldri viðgerðir.
- Rannsóknir sem skera úr orsök og umfang skemmda eða breytingu gripa.
- Skýrslur í máli og myndum um ástand gripa fyrir og eftir meðferð.
- Hamla gegn skemmdum með því að gefa ráðleggingar og hafa eftirlit með umhverfi muna, hvort sem er á sýningum eða í geymslu, einkum um ljósmagn, hita- og rakastig.
- Veita ráðgjöf um pökkun, geymslu og flutning viðkvæmra gripa.
- Fylgjast með nýjustu rannsóknum, tækni og framförum á sviði forvörslu.
Handbækur og rannsóknir
Handbækur um varðveislu eru gefnar út á rafrænu formi og má nálgast hér sem pdf skjöl.
Handbækur
Fornbátaskrá
1. Inngangur (pdf)

2. Byggðasafnið Garðskaga (pdf)

3. Byggðasafn Reykjanesbæjar (pdf)

4. Byggðasafn Hafnarfjarðar (pdf)

5. Borgarsögusafn Reykjavíkur (pdf)

6. Byggðasafnið í Görðum, Akranesi (pdf)

7. Sjóminjagarðurinn, Hellissandi (pdf)

8. Sögumiðstöðin í Grundarfirði (pdf)

9. Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn, Snæfellsnesi (pdf)

10. Byggðasafn Dalamanna, Laugum í Sælingsdal (pdf)

11. Bátasafn Breiðafjarðar, Reykhólum 1 (pdf)

12. Bátasafn Breiðafjarðar, Reykhólum 2 (pdf)

13. Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti (pdf)

14. Byggðasafn Vestfjarða, Ísafirði (pdf)

15. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykjum, Hrútafirði (pdf)

16. Síldarminjasafn Íslands, Siglufirði (pdf)

17. Iðnaðarsafnið á Akureyri (pdf)

18. Menningarmiðstöð Þingeyinga, Safnahúsið á Húsavík (pdf)

19. Tækniminjasafn Austurlands, Seyðisfirði (pdf)

20. Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði (pdf)

21. Menningarmiðstöð Hornafjarðar (pdf)

22. Skógasafn, V-Skaftafellssýslu (pdf)

23. Sagnheimar, Vestmannaeyjum (pdf)

24. Byggðasafn Árnesinga - Sjóminjasafnið Eyrarbakka (pdf)

25. Þjóðminjasafn Íslands (pdf)

26. Stakir bátar (pdf)

27. Bátar eldri en 1950 á skipaskrá Samgöngustofu (pdf)

28. Eftirmáli (pdf)

Vandaðar eftirgerðir af íslenskum gripum fást í Safnbúð
