Umsóknareyðublað
Beiðni um sýnatöku á safnkosti
Þjóðminjasafn Íslands hvetur til og stuðlar að rannsóknum á gripum og gögnum í vörslu safnsins, enda er eitt höfuðhlutverk safnsins að efla þekkingu á menningarsögulegum minjum.
Sérfræðingar og rannsakendur geta sótt um leyfi til sýnatöku úr safnkosti með því að fylla út eyðublaðið hér á síðunni.
Sýnataka er háð neðangreindum reglum. Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi reglur og leiðbeiningar áður en umsóknin er fyllt út.
Vinsamlega tilgreinið safnnúmer, heiti gripa og fundarstað í beiðninni til að flýta fyrir afgreiðslu hennar. Safnnúmer og heiti gripa sem Þjóðminjasafnið varðveitir eru aðgengilegar á gagnagrunninum Sarpi (www.sarpur.is).
Því miður tókst ekki að senda beiðnina.