A Jeep and a camp in desert

Þjóðháttasafn sinnir því mikilvæga hlutverki að varðveita og rannsaka hinn óáþreifanlega menningararf, minningar, siðvenjur, viðhorf og fjölmargt úr daglegu lífi sem breytist frá kynslóð til kynslóðar.

Árið 1960 hóf Þjóðminjasafnið skipulega að safna heimildum um lífshætti á Íslandi og á aldarafmæli safnsins, árið 1963, var stofnuð þjóðháttadeild, nú Þjóðháttasafn. Söfnunin fer fram með því að leggja fyrir fólk spurningaskrár. Sarpur gegnir lykilhlutverki í söfnun þjóðhátta, en þar má nálgast spurningaskrár og svara þeim sem opnar eru hverju sinni.

Þjóðháttasafn

Áttu erindi við Þjóðháttasafnið?

Sérfræðingar safnsins veita almenningi, fræðimönnum og nemendum margvíslega þjónustu og upplýsingar. Vinsamlega tilgreinið erindið og við höfum samband.

Hafa samband

Lifandi hefðir á Íslandi, vefur um óáþreyfanlegan menningararf

A boat in water covered with fog.

Vefurinn Lifandi hefðir gegnir hlutverki yfirlitsskrár yfir óáþreifanlegan menningararf á Íslandi. Vefurinn er heimild um hefðir á Íslandi og þeirra sem landið byggja. Á vefnum deila einstaklingar, hópar og samfélög þekkingu sinni á fjölbreyttum hefðum svo sem laufabrauðsgerð, sundlaugamenningu, þjóðtrú sjómanna, glímu og fjölbreyttum hefðum Pólverja sem búsettir eru á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt.

Mynd: Unnur Malmquist Jónsdóttir

Lifandi hefðir

Þekkir þú hefð sem hætt er við að falli í gleymskunnar dá?

Þau sem vilja koma hefðum á framfæri á vefnum geta haft samband við sérfræðing Þjóðminjasafns.

Vefurinn Lifandi hefðir er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Menningar- og viðskiptaráðuneytisins og er þáttur í innleiðingu á samningi UNESCO frá 2003 um varðveislu menningarerfða.

Hafa samband
Sarpur

Svör við þjóðháttakönnunum eru á Sarpi

A person lying on a tanning bed under bright blue light, wearing a white bikini, in a room with medical or salon equipment in the background

Þjóðháttakannanir undanfarinna ára:

Scenic harbor with boats docked in calm water, reflecting surrounding rugged mountains partially covered in snow, under a cloudy sky.

Fær í flestan sjó - þjóðtrú tengd sjómennsku

Spurningarskráin var opin í júní og júlí 2024.
Í tilefni Sjómannadagsins safnaði Þjóðminjasafn Íslands upplýsingum um þjóðtrú og siði tengda sjómennsku. Rannsókninni er ætlað að veita innsýn í hvaða áhrif þjóðtrú hefur á fólk sem starfar til sjós og aðstandendur þeirra og hvernig hún birtist í starfi þeirra.

Smellið hér til að skoða á Sarpi.

Mynd: Unnur Malmquist Jónsdóttir

Hvað er í matinn? Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði

Í tilefni af Veganúar 2022 opnaði Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands út spurningaskrá um mataræði sem ætlað var að safna upplýsingum um upplifun og sjónarhorn fólks sem hefur tileinkað sér sjálfbært, heilsusamlegt mataræði á Íslandi. Þar er t.d. átt við grænkera (vegan), grænmetisætur, vistkera (flexitarian), neytendur lífrænt ræktaðra matvæla og annað fólk sem sem borðar meðvitað með tilliti til umhverfisins, dýraverndar eða eigin heilsu.

Skoða svör á Sarpi.

Close-up of a fresh green cabbage growing in a garden, showcasing its layered leaves and compact head.
A polar bear walking at the shore of sea

Ísbjarnarsögur

Þjóðháttasöfnunin fór fram árið 2020. Tilgangurinn var að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið var í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það var styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021. Frásagnir sem báerast verða varðveittar um ókomna tíð og gerðar öllum aðgengilegar. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Skoða svör á Sarpi.

Mynd: © Snæbjörnsdóttir/Wilson 2018

Húsasafnið

Gakktu í bæinn á leið þinni um landið

A house surrounded by greenery
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.