Thjodminjasafnid_Minjar-Saga
21. nóvember 2025

Þjóðminjasafnið leitar að sérfræðingi í þjóðháttasafni

Þjóðminjasafn Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins. Safnið hefur í rúm 60 ár safnað upplýsingum um lifnaðarhætti í landinu og leitar nú að sérfræðingi meðal annars til að þróa starfið í takt við stafrænan samtíma. Sérfræðingurinn þarf að hafa þekkingu og reynslu á rannsóknum og miðlun innan fræðasviðs þjóðfræði. Um er að ræða spennandi starf sem reynir á ólíka hæfni svo sem frumkvæði, nákvæmni, skapandi hugsun, samvinnu, tækniþekkingu og leiðtogafærni. Sérfræðingur í þjóðháttasafni heyrir undir framkvæmdastjóra munasviðs með starfsstöð á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi, þar sem sköpun, fræðsla og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi.
Lesa frétt
20. nóvember 2025

Jóladagskrá 2025

Þjóðminjasafn Íslands kynnir jóladagskrána sem hefur fylgt landsmönnum í gegnum þrjár kynslóðir, en hún er orðin fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Barna- og fjölskyldurýmið hefur verið fært í jólabúning og er nú tilbúið til að taka á móti jólasveinum, Grýlu og Leppalúða, jólaskellunum og öðrum jólagestum! Dagskráin hefst þann 30. nóvember og stendur yfir til 24. desember. Jólakattaratleikurinn er aftur á móti tiltækur fram yfir þrettándann.
Lesa frétt
30. október 2025

Rannsóknarstaða í nafni dr. Kristjáns Eldjárns

Þjóðminjasafn Íslands leitar að fræðimanni í rannsóknarverkefni til 12 mánaða tengda nafni dr. Kristjáns Eldjárns. Í ár verður sérstök áhersla lögð á rannsóknir á sviði fatnaðar, textíla og búninga í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands. Leitað er að fræðimanni með skýra rannsóknarsýn og metnaðarfulla nálgun sem styrkir og eflir fræðastarf safnsins.
Lesa frétt
14. apríl 2025

Páskaopnun á Þjóðminjasafni Íslands

Gleðilega páska. Á Þjóminjasafninu ætti öll fjölskyldan að finna eitthvað við sitt hæfi á fjölbreyttum sýningum, við leik í fjölskyldurými á fyrstu hæð eða yfir heitum kaffibolla á kaffihúsinu. Í safnabúðinni er síðan að finna fallegar fermingar- og tækifærisgjafir.
Lesa frétt
Jarðhræringar á Reykjanesi, spurningarkönnun Þjóðháttasafns
24. mars 2025

Ný spurningaskrá „Jarðhræringar á Reykjanesi“ opin til svörunar

Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Grindavíkurbæ og Minja- og sögufélag Grindavíkur safnar nú upplýsingum um viðhorf og minningar fólks af jarðhræringum á Reykjanesskaga sem staðið hafa yfir frá árinu 2019.
Lesa frétt
Sýningaropnun Samtal við Sigfús í Þjóðminjasafni Íslands
10. mars 2025

Fjölmenni á opnun sýningarinnar Samtal við Sigfús

Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu á laugardaginn við opnun sýningarinnar Samtal við Sigfús - Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar. Á sýningunni eru ljósmyndir Einars Fals Ingólfssonar og Sigfúsar Eymundssonar.
Lesa frétt
Þjóðminjasafnið opnar nýja vefsíðu
24. febrúar 2025

Þjóðminjasafn Íslands opnar nýja vefsíðu á afmælisdegi safnsins

Þjóðminjasafnið fagnar 162 ára afmæli með nýrri vefsíðu. Jökulá hannaði síðuna.
Lesa frétt
Glæsilegur faldbúningur sýndur í Þjóðminjasafni Íslands
19. nóvember 2024

Glæsilegur faldbúningur sýndur í Þjóðminjasafni Íslands

Einn glæsilegasti faldbúningur sem varðveist hefur verður sýndur í Þjóðminjasafni Íslands um mitt ár 2026. Líklegt þykir að Guðrún Skúladóttir (1740-1816) hafi saumað búninginn. Guðrún var mikils metin hannyrðakona og tók að sér saumaskap fyrir aðra auk þess að sinna handavinnukennslu.
Lesa frétt
Sýningaropnun: Þjóð í mynd og Lögréttutjöldin
14. júní 2025

Sýningaropnun: Þjóð í mynd og Lögréttutjöldin

Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu þann 14. júní, en þá voru opnaðar tvær sýningar í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins, Lögréttutjöldin og Þjóð í mynd.
Lesa frétt
Þjóðháttasafn birtir nýja spurningaskrá í tilefni Sjómannadagsins
5. maí 2024

Þjóðháttasafn birtir nýja spurningaskrá í tilefni Sjómannadagsins

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins hefur birt nýja spurningaskrá á Sarpi sem hefur það að markmiði að safna sögum um þjóðtrú og siði sem tengjast sjómennsku. Í tilefni Sjómannadagsins leitar Þjóðminjasafn Íslands nú til heimildamanna til að safna upplýsingum um þjóðtrú og siði tengda sjómennsku.
Lesa frétt
Þjóðminjasafn Íslands tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna
26. apríl 2024

Með verkum handanna er tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2024

Á sumardaginn fyrsta voru tilnefningar til Íslensku safnaverðlaunanna tilkynntar. Sýningin Með verkum handanna hlaut tilnefningu. Íslensku safnaverðlaunin eru viðurkenning sem fellur í skaut íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi á sínu sviði. Þjóðminjasafn Íslands er tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna fyrir sýninguna Með verkum handanna: Íslenskur refilsaumur fyrri alda ásamt útgáfu og dagskrá.
Lesa frétt
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.