24. mars 2025
Ný spurningaskrá „Jarðhræringar á Reykjanesi“ opin til svörunar

Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Grindavíkurbæ og Minja- og sögufélag Grindavíkur safnar nú upplýsingum um viðhorf og minningar fólks af jarðhræringum á Reykjanesskaga sem staðið hafa yfir frá árinu 2019.
Þá er sérstaklega horft tiltímabilsins fyrir og eftir rýmingu Grindavíkur 10. nóvember 2023.
Ljóst er að atburðirnir í Grindavík frá haustinu 2023 eru sérstæðir í sögu Íslands. Leitast er við að safna minningum fólks af jarðhræringum sem krefjast rýmingar heils bæjarfélags, en enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum þeirra atburða.
Viljir þú deila með okkur viðhorfumþínum, minningum og reynslu erum við afar þakklát.
Hér er hlekkur á spurningaskrána á Sarpi.
Á Sarpi er ekki hægt að vista spurnignar ef þátttakandi vill taka sér hlé og klára síðar. Þau sem vilja geta hlaðið niður spurningunum og svarað þeim í word-skjali og afritað svör sín inn á spurningarformið á Sarpi þegar skila á inn.