Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Grindavíkurbæ og Minja- og sögufélag Grindavíkur safnar nú upplýsingum um viðhorf og minningar fólks af jarðhræringum á Reykjanesskaga sem staðið hafa yfir frá árinu 2019.

Þá er sérstaklega horft tiltímabilsins fyrir og eftir rýmingu Grindavíkur 10. nóvember 2023.

Ljóst er að atburðirnir í Grindavík frá haustinu 2023 eru sérstæðir í sögu Íslands. Leitast er við að safna minningum fólks af jarðhræringum sem krefjast rýmingar heils bæjarfélags, en enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum þeirra atburða.

Viljir þú deila með okkur viðhorfumþínum, minningum og reynslu erum við afar þakklát.

Hér er hlekkur á spurningaskrána á Sarpi.

Á Sarpi er ekki hægt að vista spurnignar ef þátttakandi vill taka sér hlé og klára síðar. Þau sem vilja geta hlaðið niður spurningunum og svarað þeim í word-skjali og afritað svör sín inn á spurningarformið á Sarpi þegar skila á inn.

Hér má ná sér í word-skjalið.

Myndir

No items found.
Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.