Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu á laugardaginn við opnun sýningarinnar Samtal við Sigfús - Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar. Á sýningunni eru ljósmyndir Einars Fals Ingólfssonar og Sigfúsar Eymundssonar.

Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, opnaði sýninguna. Fjöldi gesta var á opnuninni og voru gestir hæstánægðir með sýninguna. Samtal við Sigfús er sýning sem enginn ljósmyndaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Sýningin er eins konar samtalsverk Einars Fals við frumkvöðul ljósmyndunar á Íslandi, Sigfús Eymundsson (1837-1911). Einar Falur hefur haft Sigfús, eða verk hans, sem fararstjóra á ferðum sínum um landið og myndað staði sem forveri hans myndaði svo úr verða samtalsverk ljósmyndara samtímans og ljósmyndara 19. aldar. Ljósmyndir Sigfúsar eru ýmist ný prent eða frumprent frá 19. öld sem sjaldan sjást og eru fágætir dýrgripir.

Hér má lesa meira um sýninguna og skoða verk á henni.

Myndir

No items found.
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.