24. febrúar 2025
Þjóðminjasafn Íslands opnar nýja vefsíðu á afmælisdegi safnsins

Þjóðminjasafnið fagnar 162 ára afmæli með nýrri vefsíðu. Jökulá hannaði síðuna.
Þjóðminjasafn Íslands var stofnað 24. febrúar árið 1863 og fagnar 162 ára afmælinu með því að setja nýja vefsíðu í loftið.
Jökulá hannaði vefsíðuna og hafði veg og vanda af uppsetningu hennar. Við erum ákaflega ánægð með útkomuna og stolt af glæsilegum vef sem mun gegna mikilvægu hlutverki í starfseminni, sem áfangastaður safngesta á öllum aldri og fræðafólks, sem upplýsingamiðill og heimildasafn.
Við vonum að gestir okkar hafi ánægju af því að skoða vefinn. Safnið mun halda áfram að þróa hann til að þjóna gestum okkar sem best.
Hafir þú spurningar eða ábendingar má senda póst til vefstjóra: vefstjori@thjodminjasafn.is.