May 5, 2024
Þjóðháttasafn birtir nýja spurningaskrá í tilefni Sjómannadagsins

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins hefur birt nýja spurningaskrá á Sarpi sem hefur það að markmiði að safna sögum um þjóðtrú og siði sem tengjast sjómennsku. Í tilefni Sjómannadagsins leitar Þjóðminjasafn Íslands nú til heimildamanna til að safna upplýsingum um þjóðtrú og siði tengda sjómennsku.
Rannsókninni er ætlað að veita innsýn í hvaða áhrif þjóðtrú hefur á fólk sem starfar til sjós og aðstandendur þeirra og hvernig hún birtist í starfi þeirra.
Spurningaskráin er unnin upp úr spurningalista sem Unnur Malmquist Jónsdóttir vann fyrir meistararitgerð sína í þjóðfræði vorið 2022 og nefnist Til vonar og vara – þjóðtrú austfirskra sjómanna.
Þekkir þú til þjóðtrúar sem tengist sjómennsku? Hér getur þú svarað spurningaskrá Þjóðháttasafns.
Mynd: Unnur Malmquist Jónsdóttir