Hvenær
September 24, 2016
February 5, 2017
Hvar
Veggur

Jón Kaldal (1896-1981) varð þjóðfrægur ljósmyndari þegar í lifanda lífi. Þar réðu mestu einstakar portrettmyndir hans af listamönnum og framámönnum meðal þjóðarinnar. Slík var staða Kaldals að það varð þeim sem vildu teljast menn með mönnum kappsmál að sitja fyrir á ljósmynd hjá honum.

120 ár eru nú frá fæðingu Jóns Kaldals og er þess minnst með tveimur sýningum á ljósmyndum hans í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin Portrett Kaldals er helguð sígildum portrettmyndum hans og er sýnd í Myndasalnum.

Hin sýningin hefur fengið heitið Kaldal í tíma og rúmi. Á henni er sýnt úrval ljósmynda sem teknar eru innan dyra; á heimilum fólks, í heimavistarskólum eða á vinnustöðum á rúmum áratug frá 1926 til 1938. Með sýningunni er reynt að varpa fram annarri hlið á ljósmyndun Kaldals en þeirri sem hefur orðið þekkt. Myndirnar gefa einstaka sýn á híbýlahætti Íslendinga þegar módernisminn var að hefja innreið sína. Myndirnar eru unnar eftir glerplötum úr safni Jóns Kaldals. Frummyndir Jóns og safn frá ljósmyndastofu hans eru varðveitt í Þjóðminjasafni.

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.