Hvenær
8. apríl 2025
30. apríl 2025
Hvar

 Nemendur í 5. bekk Vesturbæjarskóla hafaundanfarna mánuði unnið að stóru og spennandi þemaverkefni um Ísland. Upp ásíðkastið hafa þau einbeitt sér að íslenskum ám og vötnum og skoðað hvernig þautengjast þjóðsögum og þjóðtrú landsins. Nýverið heimsóttu þau Þjóðminjasafnið,þar sem þau leituðu uppi þær dularfullu kynjaverur sem leynast á safninu.

 

Nemendur hafa lesið drauga- og skrímslasögur,kynnst ólíkum furðuverum og leyft ímyndunaraflinu að ráða för. Í kjölfariðbjuggu þau til sín eigin vatnaskrímsli – og útkoman er bæði mögnuð ogógnvekjandi!

 

Hér má sjá fjölbreyttar kynjaverur – allt frágríðarstórum og skelfilegum vatnaskrímslum til töfrandi vatnadísa sem heillafólk upp úr skónum með dáleiðandi augum og dularfullu yfirbragði. En verið áverði – hver veit nema eitt þeirra teygi sig upp úr djúpinu og dragi saklausavegfarendur ofan í myrkur vatnsins...

 

Sýningin er unnin í samstarfi við LÁN,listrænt ákall til náttúrunnar.

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:
Samstarfsaðilar:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.