Hvenær
November 9, 2025
Kl. 14-16
Hvar
Gunnsýning og barna- og fjölskyldurými

Félagar í víkingafélaginu Rimmugýgi mæta í fullum skrúða í safnið með margvíslega muni sem eiga sér fyrirmyndir í fornmununum í sýningarskápunum. Muni eins og hnefatafl, kamba, snældur, skartgripi og fleira. Þá er eins og sýningargripirnir lifni við í höndum fólks sem kann að nota þá. Safnkennari verður á staðnum og spjallar við gesti um ýmislegt forvitnilegt sem sjá má frá þjóðveldisöld í safninu.

Handverkshópur í Rimmugýgi hefur grandskoðað haugfé og fatnað konunnar í kumlinu sem fannst við Daðastaði. Hópurinn hefur túlkað munina og útbúið eftirgerðir þeirra. Eftirgerðirnar má skoða og bera saman við upprunalegu munina á sýningunni. Ætli þeir hafi verið svona þegar þeir voru nýir og í notkun fyrir meira en 1000 árum síðan? Hvað heldur þú? Kanntu að spila hnefatafl? Enginn veit fyrir víst hvernig reglurnar voru en það er til góð tillaga að reglum sem gaman er að spreyta sig á.

Á leiksvæði á jarðhæð mega krakkar púsla kumlpúsl, leika með gamaldags leikföng, lita myndir, og handleika vandaðar eftirlíkingar af margvíslegum gripum víkingaaldar. Það má líka máta búninga og leika með víkingadót.

Verið velkomin með krakkana í Þjóðminjasafnið. Ókeypis fyrir börn að 18 ára, fullorðnir greiða 3.000 kr. aðgangseyri og fá þá árskort sem gildir á alla viðburði og sýningar safnsins í ár frá kaupum.

Komdu og sjáðu grunnsýningu Þjóðminjasafnsins með Rimmugýgi!

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.