Hvenær
October 13, 2024
13:00
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Þann 13. október var kvikmyndin Stofnun Lýðveldis á Íslandi sýnd í Þjóðminjasafninu. Sýnd var upprunaleg útgáfa myndarinnar, sem ekki hafði sést opinberlega í heild sinni í áratugi. Íslenska ríkið lét taka kvikmyndina við stofnun lýðveldisins árið 1944.

Ekki er leyfilegt að birta sjálfa myndina á þessari rás eins og gefur að skilja - en á vef Kvikmyndasafns Íslands má nálgast hana: Fyrri hluti og seinni hluti.

Í fyrra myndbandinu flytur Gunnar Tómas Kristófersson sérfræðingur rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands erindi að lokinni sýningu á myndinni. Gunnar Tómas fer yfir bann við starfi ljósmyndara á hátíðarsvæðunum, tilurð myndarinnar og dræmar viðtökur hennar. Myndin átti að vera heimild um þennan merka dag, en endaði á því að vera heimild um ansi viðamikið klúður við upptökur á stofnun lýðveldis á Íslandi.

Í síðara myndbandinu er kynnig Gunnars Tómasar fyrir sýningu myndarinnar. Bryndís Erla Hjálmarsdóttir er kynnir.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Kynning fyrir sýningu myndar

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.