When
October 13, 2024
13:00
where
Fyrirlestrarsalur

Þann 13. október var kvikmyndin Stofnun Lýðveldis á Íslandi sýnd í Þjóðminjasafninu. Sýnd var upprunaleg útgáfa myndarinnar, sem ekki hafði sést opinberlega í heild sinni í áratugi. Íslenska ríkið lét taka kvikmyndina við stofnun lýðveldisins árið 1944.

Ekki er leyfilegt að birta sjálfa myndina á þessari rás eins og gefur að skilja - en á vef Kvikmyndasafns Íslands má nálgast hana: Fyrri hluti og seinni hluti.

Í fyrra myndbandinu flytur Gunnar Tómas Kristófersson sérfræðingur rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands erindi að lokinni sýningu á myndinni. Gunnar Tómas fer yfir bann við starfi ljósmyndara á hátíðarsvæðunum, tilurð myndarinnar og dræmar viðtökur hennar. Myndin átti að vera heimild um þennan merka dag, en endaði á því að vera heimild um ansi viðamikið klúður við upptökur á stofnun lýðveldis á Íslandi.

Í síðara myndbandinu er kynnig Gunnars Tómasar fyrir sýningu myndarinnar. Bryndís Erla Hjálmarsdóttir er kynnir.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Kynning fyrir sýningu myndar

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.