Hvenær
January 17, 2023
kl. 12:00
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Guðmundur Stefán Sigurðarson fornleifafræðingur og minjavörður Norðurlands vestra flytur fyrirlesturinn Rauðablástur á Skógum í tilefni sýningarinnar Úr mýri í málm.

Á árunum 2011-2012 fór fram fornleifarannsókn á vegum Byggðasafns Skagfirðinga á jörðinni Skógum í Fnjóskadal vegna fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga. Við áætlaðan gangnamunna komu í ljós ummerki um vinnslu járns úr mýrarrauða, svokallaðan rauðablástur.

Nánari rannsókn á þessum minjum leiddi í ljós umfangsmikla framleiðslu járns frá lokum 10. aldar fram til seinni hluta 13. aldar, með vel varðveittum leifum bygginga og ofna sem nýttir voru til framleiðslunnar.

Í ljósi sýningar Þjóðminjasafns Íslands, Úr mýri í málm, þar sem farið er yfir rannsóknir á járngerð á Íslandi verður Guðmundur Stefán Sigurðarson fornleifafræðingur og núverandi minjavörður Norðurlands vestra með fyrirlesturinn Rauðablástur á Skógum í Fnjóskadal þar sem hann fer yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar á Skógum.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.