When
January 17, 2023
12:00 PM
where
Fyrirlestrarsalur

Guðmundur Stefán Sigurðarson fornleifafræðingur og minjavörður Norðurlands vestra flytur fyrirlesturinn Rauðablástur á Skógum í tilefni sýningarinnar Úr mýri í málm.

Á árunum 2011-2012 fór fram fornleifarannsókn á vegum Byggðasafns Skagfirðinga á jörðinni Skógum í Fnjóskadal vegna fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga. Við áætlaðan gangnamunna komu í ljós ummerki um vinnslu járns úr mýrarrauða, svokallaðan rauðablástur.

Nánari rannsókn á þessum minjum leiddi í ljós umfangsmikla framleiðslu járns frá lokum 10. aldar fram til seinni hluta 13. aldar, með vel varðveittum leifum bygginga og ofna sem nýttir voru til framleiðslunnar.

Í ljósi sýningar Þjóðminjasafns Íslands, Úr mýri í málm, þar sem farið er yfir rannsóknir á járngerð á Íslandi verður Guðmundur Stefán Sigurðarson fornleifafræðingur og núverandi minjavörður Norðurlands vestra með fyrirlesturinn Rauðablástur á Skógum í Fnjóskadal þar sem hann fer yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar á Skógum.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Dagskrá

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.