Hvenær
January 31, 2023
12:00 PM
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Tilraunasagnfræði: Rannsóknir varpa ljósi á mikilvægi prjónsins

Fjölbreyttar heimildir benda til útbreiddrar prjónaþekkingar Íslendinga á 18. og 19. öld. En hvað vitum við nútímafólk um málið? Rannsóknir klæðskera og sagnfræðings hafa varpað ljósi á mikilvægi prjóns í fatagerð á 18. og 19. öld.

Guðrún Hildur Rosenkjær kjóla- og klæðskerameistari, sagnfræðingur og þátttakandi í rannsóknarverkefninu Heimsins hnoss, flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Guðrún Hildur fjallar um nauðsyn þess að rannsaka heimildir um prjón með öllum þeim aðferðum sem þær krefjast. Þar með talið skoðun á fjölbreyttum heimildum, rituðum heimildum og varðveittum munum. Aðferðir Guðrúnar Hildar mætti kalla „tilraunasagnfræði“ sem vísar til þekktrar aðferðafræði, tilraunafornleifafræði.

Tilefni erindisins er sýningin Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) sem var opnuð 5. nóvember 2022 í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands.

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru í Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.