When
January 31, 2023
12:00 PM
where
Fyrirlestrarsalur

Tilraunasagnfræði: Rannsóknir varpa ljósi á mikilvægi prjónsins

Fjölbreyttar heimildir benda til útbreiddrar prjónaþekkingar Íslendinga á 18. og 19. öld. En hvað vitum við nútímafólk um málið? Rannsóknir klæðskera og sagnfræðings hafa varpað ljósi á mikilvægi prjóns í fatagerð á 18. og 19. öld.

Guðrún Hildur Rosenkjær kjóla- og klæðskerameistari, sagnfræðingur og þátttakandi í rannsóknarverkefninu Heimsins hnoss, flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Guðrún Hildur fjallar um nauðsyn þess að rannsaka heimildir um prjón með öllum þeim aðferðum sem þær krefjast. Þar með talið skoðun á fjölbreyttum heimildum, rituðum heimildum og varðveittum munum. Aðferðir Guðrúnar Hildar mætti kalla „tilraunasagnfræði“ sem vísar til þekktrar aðferðafræði, tilraunafornleifafræði.

Tilefni erindisins er sýningin Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) sem var opnuð 5. nóvember 2022 í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands.

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru í Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Dagskrá

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.