Vigdís, forseti nýrra tíma

Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.
Safnið hefur samhliða sýningunni útbúið skemmtileg tækifæriskort í gjafapakkningu með myndum af Vigdísi við ýmis embættisstörf eftir Gunnar Geir Vigfússon ljósmyndara. Gjafapakkningin fæst í Safnbúðinni ásamt úrval af bókum um Vigdísi eins og Kona verður forseti, ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur rituð af Páli Valssyni, Ein á forsetavakt: dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur eftir Steinunni Sigurðardóttur og barnabókinni vinsælu Vigdís. Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring.
Einnig verður hægt að kaupa gjafapakkninguna í vefverslun Þjóðminjasafnsins.
Á myndinni má sjá börn skoða ríkisfánann á forsetabílnum með Vigdísi í ferð hennar um Húnavatnssýslu árið 1988.
Ljósmyndari: Gunnar Geir Vigfússon.
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
