Myndskreytt tengsl Íslands og Finnlands í 75 ár

Sýningunni er ætlað að beina sjónum að samskiptum ríkjanna í gegnum tíðina á léttu nótunum. Fjallað er um stjórnmálasamband, þekkt þjóðleg einkenni og minnisverða atburði.
Árið 2022 eru 75 ár liðin frá því að Ísland og Finnland tóku upp formlegt stjórnmála-samband. Tvíhliða samskipti þjóðanna eru góð og byggja á gagnkvæmum skilningi. Löndin eru sammála um hvað skipti helstu máli á alþjóðavettvangi. Samskipti þjóðanna hafa á liðnum árum dafnað á sviði menningar, lista, viðskipta og beint meðal fólks. Einnig hafa lífsskilyrði þjóðanna batnað til muna með árunum. Ísland og Finnland eru bæði málsvarar alþjóðlegs og norræns samstarfs og sýna það í verki saman eða í sitthvoru lagi.
Sýningunni er ætlað að beina sjónum að samskiptum ríkjanna í gegnum tíðina á léttu nótunum. Fjallað er um stjórnmálasamband, þekkt þjóðleg einkenni og minnisverða atburði. Sýningin varpar þó fyrst og fremst ljósi á þá samheldni sem til þarf þannig að takast megi á við verkefni framtíðarinnar.
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
