Eldri sýningar
Annarskonar fjölskyldumyndir

Hvenær
June 2, 2018
September 2, 2018
Hvar
Veggur
Nanna Bisp Büchert hefur skapað sér nafn í danskri ljósmyndasögu. Nokkur verkefna hennar tengjast Íslandi en ekkert þeirra jafn sterkt og Annarskonar fjölskyldumyndir.
Í ljósmyndaröðinni Annarskonar fjölskyldumyndir fjallar ljósmyndarinn Nanna Bisp Büchert um sendibréf frá dóttur í Danmörku heim til móður sinnar á Íslandi. Bréfin ritaði móðir ljósmyndarans á fyrri hluta 20. aldar. Myndirnar hverfast um bréfin og sérstæðar uppstillingar og sviðsetningar tengdum þeim. Blandað er saman ljósmyndum af ættingjum, ýmis konar smáhlutum og þurrkuðum gróðri í ljóðrænan fjölskyldusveig. Minningargildi ljósmynda er nýtt á mjög persónulegan og fínlegan hátt. Undirliggjandi er harmræn fjölskyldusaga um hverfulleika lífsins.
Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:
Safnbúð
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
