Leikskólar

Það er gaman að heimsækja Þjóðminjasafnið. Safnkennarar gera heimsóknina að uppgötvunarleiðangri og hvetja börnin til að spyrja spurninga og tjá sína upplifun. Mörgum gripum á safninu fylgja ævintýralegar sögur og í heimsókninni er vísað í sögur og minni úr dægurmenningu samtímans til að tengja það sem fyrir augu ber við reynsluheim barnanna.
Viltu bóka heimsókn?

Þjóðminjasafnið - hvað er það?
Safnkennari leiðir hópinn um grunnsýningu safnsins, Þjóð verður til, þar sem ýmsa forvitnilega gripi er að sjá. Styttum og líkneskjum á sýningunni eru gefinn sérstakur gaumur og farið er í leik þar sem hermt er eftir styttunum. Börnin fá að handleika eftirgerð af grip á sýningunni.
Bóka heimsóknDrekar og forynjur
Börnin skoða grunnsýningu safnsins, Þjóð verður til, með safnkennara. Á sýningunni er marga forvitnilega gripi að finna. Sérstakri athygli er beint að drekum og forynjum, sem leynast á óvæntum gripum, og sagðar ævintýralegar sögur af þeim. Börnin fá að handleika eftirgerð af grip á sýningunni.
Bóka heimsókn

Séróskir
Safnkennarar geta mótað heimsóknir eftir óskum kennara. Hvað er verið að fjalla um í leikskólanum og hvert er áhugasvið barnanna? Ekki hika við að hafa samband! Hægt er að senda fyrirspurn á kennsla@thjodminjasafn.is.
Bóka heimsóknLeiðarljós safnkennara
Úr Aðalnámsskrá
Safnkennarar taka mið af Aðalnámsskrá leikskóla og hafa þessi leiðarljós í hávegum:
- Leikskóli á að vera félags- og menningarlegur vettvangur þar sem þjóðararfur og gildi íslensks samfélags skipa veglegan sess.
- Starfshættir leikskóla eiga að hvetja börn til að tjá sig og hlusta á frásagnir, sögur, ljóð og ævintýri.
- Leikskóli á að vera samfélag þar sem hver einstaklingur nýtur virðingar og leggur sitt af mörkum.
- Í leikskóla á að byggja á reynsluheimi barna og skapa þeim merkingarbæra reynslu.