Lengd heimsóknar
60 mínútur
Aldur
8. – 10. bekkur
heppilegur fjöldi
25 eða færri

Heimsókn í Þjóðminjasafnið auðgar og dýpkar skilning nemenda á sögu, samfélagi og menningu landsins. Hægt er að velja milli nokkurra þema í heimsóknum í safnið en kennarar eru einnig hvattir til að skoða þemun sem eru í boði fyrir miðstig því hægt er að aðalaga þær heimsóknir að unglingastigi. Safnheimsókn er kjörin leið til að gera nemendum kleift að öðlast betri skilning á því sem þau hafa lesið um í bókum.

Viltu bóka heimsókn?

Í bókunarferlinu er valin heimsókn sem hentar hópnum. Hægt er að lesa nánar um heimsóknir sem eru í boði hér að neðan. Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn í gegnum netfangið kennsla@thjodminjasafn.is.
Bóka heimsókn

Almenn leiðsögn um grunnsýninguna Þjóð verður til

Í heimsókninni er lögð áhersla á að nemendur upplifi Þjóðminjasafnið sem áhugaverðan stað til að heimsækja og kynnist þeim fræðslubrunni sem grunnsýning Þjóðminjasafnsins er. Leitast er við að efla samfélagsvitund nemendanna og ýta undir hæfni þeirra til að skilja veruleikann, umhverfið, samfélagið, söguna og menninguna út frá sýningargripum og þeim frásögnum sem þeir geyma.

Bóka heimsókn

Tæknibreytingar á 20. öld, lífsstíll og stríðsár

Í heimsókninni er fjallað um tæknibreytingar í aldanna rás með áherslu á þær miklu breytingar sem urðu á 20. öld, svo sem sérhæfingu starfa og þróun verslunar og neyslumenningar. Áhrif þróunarinnar á lífsstíl og dægurmenningu eru rædd og hvernig samspil margra þátta, þ.m.t. hersetunnar, gerir öldina ólíka fyrri öldum. Nemendur fá tækifæri til sjálfstæðrar könnunar. Þeim gefst kostur á að handfjatla ýmsa 20. aldar muni í snertisafni safnfræðslunnar, leysa stutt verkefni í litlum hópum og skoða grunnsýningu safnsins á eigin vegum í lokin.

Bóka heimsókn

Séróskir - við hvað er bekkurinn að fást?

Hvað er bekkurinn að fást við? Gæti heimsókn í Þjóðminjasafnið bætt einhverju skemmtilegu og nýju við viðfangsefnið? Safnkennarar geta mótað heimsóknir í samvinnu við kennara og tengt hana flestum viðfangsefnum. Safnkennarar gefa frekari upplýsingar ef óskað er, sendið tölvupóst á: kennsla@thjodminjasafn.is

Bóka heimsókn

Verkefnavinna á eigin vegum

Kennarar á unglingastigi eru velkomir með hópinn sinn í heimsókn að vinna að verkefnavinnu án aðstoðar safnkennara. Hægt er að fjalla um flest málefni út frá sýningum og gripum safnsins og bjóða upp á margvíslegar aðferðir við þekkingaröflun og sköpun.

Bóka heimsókn

Regnbogaþráður

Hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Þráðurinn var unninn í samvinnu við Samtökin '78. Regnbogaþráðurinn er hljóðleiðsögn eða bæklingur sem leiðir gesti í gegnum grunnsýningu safnsins. Nemendur koma með snjallsíma og heyrnartól. Þráðurinn beinir gestinum að ellefu vörðum eða stöðum á grunnsýningunni þar sem staldrað er við og hlustað á fræðslu sem tengist efninu út frá viðkomandi stað á grunnsýningunni. Upplagt er að fá nemendum einfalt verkefni til að standa skil á heimsókninni, svo sem: Hvað kom mest á óvart? Hvað vantar í Regnbogaþráðinn?

Bóka heimsókn

Lýðveldið Ísland 80 ára

Í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins er nemendum unglingastigs boðið í heimsókn í Þjóðminjasafnið að skoða sérsýningarnar Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944 og Lögréttutjöldin með safnkennara. Skoðun á grunnsýningu safnsins er fléttað inn í heimsóknina, einkum tímabilinu 1800-2000. Þjóð í mynd: Sýningin fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslu og hátíðarhöld við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Á sýningunni eru kvikmyndabrot í bland við ljósmyndir, gripi og frásagnir fólks af atburðunum. Markmiðið er að varpa ljósi á þátttöku almennings í atburðunum og andrúmsloftið sem ríkti í kringum þá. Lykilhugtök í heimsókninni: Stjórnkerfi, vald, sjálfstæði, lýðveldi, borgaravitund, jafnrétti, heimsstyrjöldin síðari og staða Íslands og Danmerkur m.t.t. hernáms, sambandslaganna, vöruskorts o.fl.

Bóka heimsókn

Leiðarljós safnkennara

Úr Aðalnámsskrá

Menntagildi samfélagsgreina skv. Aðalnámskrá grunnskóla er haft að leiðarljósi:

  1. Hæfni nemanda til að skiljaveruleikann (umhverfið, samfélagið, söguna og menninguna), sem hann hefur fæðst inn í, byggist á þeirri reynslu sem hann hefur orðið fyrir. Samfélagsgreinar eiga að efla þessa hæfni með því að víkka út og dýpka reynsluheim nemandans.
  2. Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér byggist á því hvaða mynd hann gerir sér af sjálfum sér (og öðrum) í eigin huga. Samfélagsgreinar eiga að efla þessa hæfni með því að víkka út og dýpka hugarheim nemandans.
  3. Hæfni nemanda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra byggist á þeim félagsskap sem hann hefur tekið þátt í. Samfélagsgreinar eiga að efla þessa hæfni með því að virkja nemandann til þátttöku í félagsheimi sínum, þeim gildum og reglum sem þar ríkja (bls. 195).

Færi gefst á að þjálfa m.a. eftirfarandi hæfniviðmið samfélagsgreina skv. Aðalnámskrá í heimsókninni:

Að nemandi geti:

  • sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf,
  • aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- ogsamfélagsmálefni, sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi
  • rökrætt mikilvæg hugtök, sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni
  • sýnt fram á þekkingu og gagnrýna sýn á tímabil, atburði, persónur,menningartengsl og þróunarferla á ýmsum tímum, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu
  • séð hvernig sagan hefur mótast af umhverfisþáttum og samfélagsskipulagi, þjóðfélagshreyfingum og hugmyndastefnum, viljaverkum og tilviljunum
  • gefið skýringar á og rökrætt gerð og þróun íslensks þjóðfélags í ljósi innlendra og alþjóðlegra áhrifaþátta
  • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum (bls. 198-203).
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.