Frístundaheimili

Lengd heimsóknar
45 – 60 mínútur
Aldur
Börn í frístund
heppilegur fjöldi
Að eigin vali
Frístundahópar eru velkomnir í Þjóðminjasafnið, heimsóknin er þeim að kostnaðarlausu en bóka þarf heimsókn fyrir fram. Ætlast er til að leiðbeinendur stýri heimsókninni og nýti ratleiki, safnabingó og aðstöðu í Skemmtimennt á fyrstu hæð með börnunum, en þar er hægt að skoða, leika og máta búninga. Njóta má sýningarinnar á fjölbreyttan hátt, svo sem með því að skoða margmiðlunarmyndbönd á skjáum, hlusta á leikræna frásögn í heyrnartólum, opna skúffur og skoða dýrgripi sem þola ekki ljós, auk allra gripanna í skápum, á borðum og stöplum. Til að hita hópinn upp fyrir heimsóknina má skoða myndbönd eða annað fræðsluefni á síðunni.
Viltu bóka heimsókn?
Í bókunarferlinu er valin heimsókn sem hentar hópnum. Hægt er að lesa nánar um heimsóknir sem eru í boði hér að neðan. Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn í gegnum netfangið kennsla@thjodminjasafn.is.
Bóka heimsókn