Háskólar

Sýningar Þjóðminjasafnsins eru opnar háskólanemendum í skipulögðum skólaheimsóknum, án endurgjalds. Valið stendur á milli háskólakynningar fyrir nýnema, þemaleiðsögn um efni að ósk kennara eða heimsókn á eigin vegum þar sem kennari sinnir fræðslunni eða nemendur skoða sýningar sjálf og vinna e.t.v. verkefni.
Viltu bóka heimsókn?

Háskólakynning
Þjóðminjasafnið býður upp á kynningu á starfsemi safnsins fyrir þau sem eru að hefja nám á háskólastigi. Kynningin tekur um eina og hálfa klukkustund og felst í glærukynningu í fyrirlestrasal eða kennslustofu og stuttri leiðsögn um sýningar safnsins. Heimsóknin nýtist einkum nemendahópum úr inngangsnámskeiðum í sagnfræði, þjóðfræði, safnafræði, mannfræði og fornleifafræði. Auk kynningar á starfsemi safnsins er nemendum veitt innsýn í þann möguleika að nýta þær heimildir sem safnið geymir um sögu, umhverfi og samfélag á Íslandi frá landnámi til okkar tíma.
Bóka heimsóknÞemaleiðsögn um efni að ósk kennara
Velkomið er að koma með sérstakar óskir um umfjöllunarefni og áherslur leiðsagnar. Safnkennarar leiða heimsóknina og hafa verður í huga að þeir eru fyrst og fremst sérfræðingar í sýningum safnsins en ekki tilteknum akademískum fögum.
Bóka heimsókn

Heimsókn á eigin vegum
Kennurum er frjálst að veita nemendum eigin leiðsögn um sýningar. Þessar heimsóknir þarf að bóka. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að nemendur komi á eigin vegum á sýningar og standi skil á heimsókninni gagnvart kennara. Í þeim tilfellum er best að senda nemendalista og tímabil sem óskað er eftir að nemendur nýti ókeypis aðgang að safninu á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is.
Bóka heimsókn