Lengd heimsóknar
60 mínútur
Aldur
Framhaldsskólanemendur
heppilegur fjöldi
25 eða færri

Við tökum vel á móti framhaldsskólanemum. Heimsókn í Þjóðminjasafnið er tilvalin leið til að brjóta upp kennslu og auðga og dýpka skilning nemenda á sögu, samfélagi og menningu landsins. Hægt er að velja milli nokkurra þema. Nemendur öðlast betri skilning á því sem þau hafa lesið um í bókum.

Viltu bóka heimsókn?

Í bókunarferlinu er valin heimsókn sem hentar hópnum. Hægt er að lesa nánar um heimsóknir sem eru í boði hér að neðan. Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn í gegnum netfangið kennsla@thjodminjasafn.is.
Bóka heimsókn

Þjóð verður til

Leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Fróðleg leiðsögn sem veitir innsýn í sögu, samfélag og menningu Íslendinga.

Bóka heimsókn

Þjóð í mótun: Tímabilið 800 – 1600

Safnkennari leiðir hópinn um þann hluta grunnsýningarinnar sem fjallar um sögu Íslandsbyggðar frá landnámi og fram yfir siðaskipti. Heimsóknin auðgar og dýpkar skilning nemenda á sögunni.

Bóka heimsókn

Leiðin til samtímans: Tímabilið 1600 – 2000

Safnkennari leiðir hópinn um þann hluta grunnsýningarinnar sem fjallar um sögu Íslandsbyggðar frá siðaskiptum til nútímans. Heimsóknin auðgar og dýpkar vitund nemenda um sögu og samfélag.

Bóka heimsókn

Frá rúnaristum til ritvéla: Íslensk bókmenntasaga

Safnkennari leiðir hópinn um grunnsýningu safnsins og leggur áherslu á gripi sem tengjast íslenskri bókmenntasögu frá upphafi Íslandsbyggðar til nútímans. Í Þjóðminjasafninu eru einstakir gripir frá þessu tímabili.

Bóka heimsókn

Stakkur eftir vexti: Tíska og textíll

Víða á grunnsýningu safnsins má sjá muni og myndir sem varpa ljósi á fatnað og tísku fyrri alda. Skoðaðar eru textílleifar, skartgripir, myndir og minningartöflur sem gefa innsýn í efni og útlit fatnaðar fyrri alda. Tískustraumar frá Evrópu höfðu áhrif á fatagerð hér á landi þó sum stílbrigði megi telja séríslensk. Þróun íslenskra kvenbúninga er sérstaklega höfð að leiðarljósi sé þess óskað.

Bóka heimsókn

Lífgað upp á hvunndaginn: Listir og handverk fyrri alda

Grunnsýning safnsins er rannsökuð með sérstakri áherslu á handverk og listir. Skoðaðir eru kirkjugripir, nytjagripir og listgripir á sýningunni og þeir settir í samhengi með tilliti til þróunar handverks og lista.

Bóka heimsókn

Safnaþrennan

Safnaþrennan er námsferli þar sem Listasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands sameinast í menningarlæsisverkefni fyrir framhaldsskóla. Nemendur skoða land og þjóð og það samfélag sem við byggjum út frá þáttum sem móta okkur í samfélagi, listum og náttúru. Um er að ræða þverfaglegt nám þar sem höfuðsöfnin sameina sinn safnkost, sýningar og þekkingu og veita nemendum tækifæri til þess að dýpka og efla menningar- og náttúrulæsi sitt. Sé áhugi fyrir þessu námskeiði, vinsamlegast leggið inn bókun og við munum í kjölfarið senda námsáætlun og nánari upplýsingar. Ath. að bókun jafngildir ekki tímasetningu heimsóknar þar sem Safnaþrennan spannar tímabil sem þarf að afmarka og bóka í samvinnu við öll söfnin þrjú.

Bóka heimsókn

Myndasalur í 20 ár | Úr safneign

Í Myndasal stendur nú yfir sýning á ljósmyndum eftir samtímaljósmyndara sem sýnt hafa verk sín í Myndasal frá því hann var opnaður árið 2004. Salurinn hefur verið helgaður samtímaljósmyndun og Þjóðminjasafnið lagt áherslu á að sýna verk sem endurspegla listræna sköpunargáfu ljósmyndara á Íslandi. Sýningin myndar yfirliti yfir íslenska samtímaljósmyndun. Áhugavert gæti verið fyrir nemendur að velta fyrir sér ýmsum hliðum efnisins, til dæmis: Hver er tilgangurinn með myndatökunni? Hvaða gildi hafa ljósmyndirnar? Heimildagildi og/eða fagurfræðilegt gildi? Eru myndirnar lýsandi fyrir samfélagið á þeim tíma sem þær eru teknar?

Bóka heimsókn

Regnbogaþráðurinn

Hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Þráðurinn var unninn í samvinnu við Samtökin '78. Regnbogaþráðurinn er hljóðleiðsögn eða bæklingur sem leiðir gesti í gegnum grunnsýningu safnsins. Nemendur koma með snjallsíma og heyrnartól. Þráðurinn beinir gestinum að ellefu vörðum eða stöðum á grunnsýningunni þar sem staldrað er við og hlustað á fræðslu sem tengist efninu út frá viðkomandi stað á grunnsýningunni. Upplagt er að fá nemendum einfalt verkefni til að standa skil á heimsókninni, svo sem: Hvað mest á óvart? Hvað vantar í Regnbogaþráðinn?

Bóka heimsókn

Leiðarljós safnkennara

Úr Aðalnámsskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.