Grunnskóli yngsta stig

Heimsókn í Þjóðminjasafnið er skemmtileg og fræðandi. Nemendur kynnast safngripum og þeim sögum sem þeir segja um liðna tíð. Markmið safnkennara er að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur fyrir börnin. Þau eru hvött til að spyrja spurninga og tjá sig um það sem fyrir augu ber, sinn hugarheim, lífsviðhorf og hvað þeim finnst um lífshætti fólks á ýmsum tímum Íslandssögunnar.
Viltu bóka heimsókn?
Baðstofulíf
Hvernig var daglegt líf á sveitaheimilum á Íslandi fram á 20. öld, svo sem matseld, tóvinna og leikur? Nemendur fá að handfjatla eftirgerðir gripa til að setja sig í spor heimilisfólks torfbæja við leik og störf. Baðstofa er skoðuð og vöngum velt yfir því hvernig lífið hafi verið áður fyrr. Að heimsókn lokinni hafa nemendur fengið innsýn í daglegt líf í torfbæ; verkin inni og úti, svo sem handavinnu og sjálfsþurftarbúskap, auk frístunda, og geta borið saman við sinn eigin raunveruleika.
Bóka heimsókn

Þjóðsögur
Safnkennari leitar með börnunum uppi gripi sem tengjast þjóðsögum um tröll, huldufólk, útilegumenn og drauga, og segir börnunum nokkrar valdar sögur. Þetta er ævintýraleg og spennandi heimsókn sem gaman getur verið að tengja íslenskukennslu.
Bóka heimsóknValþjófsstaðahurðin
Valþjófsstaðahurðin er um 800 ára gömul og opnar dyr að ævintýrum. Í hana er skorinn drekavafningur og sagan um ljónsriddarann Ívan. Riddarabókmenntir eru rómantískar sögur af ævintýrum og ástum, svakalegum bardögum og yfirnáttúrulegum hetjudáðum. Sögurnar bárust til Íslands um 1200 og urðu fljótt vinsælar hér á landi enda hurðin frá þeim tíma. Kennarar leggja áherslu á:
- Riddarasögur, baráttuna milli góðs og ills
- Að skoða myndasögur út frá ýmsum sjónarhornum
- Litarannsóknir á hurðinni
- Sögu Valþjófsstaðahurðarinnar
Áður en haldið er heim í skólann taka börnin þátt í teiknismiðju sem tengir saman allar sögur hurðarinnar.


Í spor landnámsfólks
Í heimsókninni er fjallað um landnámstímann og fornleifar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar skoðaðar. Nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga og tjá sig um sýningargripi, beinagrindur í kumlum og hugarheim landnámsfólks. Umræðuefnin eru margvísleg svo sem helgisiðir og trúarbrögð, heilbrigði, híbýlahættir, tíska, tæknikunnátta og lífsviðurværi. Fjallað er um daglegar athafnir út frá gripum sem þeim tengjast, svo sem hnefatafli, vopnum, silfursjóðum, eldfærum, skarti, vefnaði, mataráhöldum og verkfærum. Einnig er skoðað handrit af Íslendingabók, beinagrindur í kumlum og jarðvegssnið með öskulögum. Börnin kynnast aðferðum fornleifafræðinnar og hvernig draga má ályktanir af rannsóknum.
Bóka heimsóknSkynfærin virkjuð
Hvernig var tíminn mældur í gamla daga? Og af hverju gekk fólk með ilmandi hálsmen? Hvernig léku börnin sér? Og getum við snert gjósku sem lagði heilan dal í eyði? Í heimsókninni er notast við ferðatöskur með ýmsum munum sem virkja skilningarvitin á leiðinni í gegnum safnið á meðan fjallað er um valda staði og muni á sýningunni Þjóð verður til. Börnin eru hvött til að tengja við eigin upplifun í nútíma og bera saman við sögur af fólki á fyrri öldum Íslandssögunnar.
Bóka heimsókn

Séróskir - við sníðum heimsókn að ykkar þörfum
Hvað er bekkurinn að fást við? Gæti heimsókn í Þjóðminjasafnið bætt einhverju skemmtilegu og nýju við viðfangsefnið? Safnkennarar geta mótað heimsóknir í samvinnu við kennara og tengt hana flestum viðfangsefnum. Gripir safnsins bjóða upp á ótal möguleika. Safnkennarar gefa frekari upplýsingar ef óskað er, sendið tölvupóst á: kennsla@thjodminjasafn.is.
Bóka heimsóknLeiðarljós safnkennara
Úr Aðalnámsskrá
Menntagildi samfélagsgreina skv. Aðalnámskrá grunnskóla er haft að leiðarljósi í öllum heimsóknum:
- Hæfni nemanda til að skilja veruleikann (umhverfið, samfélagið, söguna og menninguna), sem hann hefur fæðst inn í, byggist á þeirri reynslu sem hann hefur orðið fyrir. Samfélagsgreinar eiga að efla þessa hæfni með því að víkka út og dýpka reynsluheim nemandans.
- Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér byggist á því hvaða mynd hann gerir sér af sjálfum sér (og öðrum) í eigin huga. Samfélagsgreinar eiga að efla þessa hæfni með því að víkka út og dýpka hugarheim nemandans.
- Hæfni nemanda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra byggist á þeim félagsskap sem hann hefur tekið þátt í. Samfélagsgreinar eiga að efla þessa hæfni með því að virkja nemandann til þátttöku í félagsheimi sínum, þeim gildum og reglum sem þar ríkja (bls. 195).
Færi gefst á að þjálfa m.a. eftirfarandi hæfniviðmið samfélagsgreina skv. Aðalnámskrá í heimsókninni:
Að nemandi geti:
- sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú
- bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum
- bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf ogumhverfi
- komið auga á þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo semumhverfi og skipulag samfélaga
- áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytnifjölskyldugerða í samfélagi manna
- bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim
- tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi
- sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi (bls. 198 –203).