Hvenær
February 23, 2025
Kl. 14:00
Hvar
Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Velkomin í Þjóðminjasafnið í vetrarfríinu!

Sunnudaginn 23. febrúar verður barnasmiðja hjá okkur. Í smiðjunni munum við rannsaka mynstrin á sýningargripunum í Þjóðminjasafninu með því að teikna þau.

Við veltum fyrir okkur spurningum eins og: Hvað er mynstur? Hvernig urðu þau til? Og hvað merkja þau? Við rýnum í það hvernig mynstur hafa breyst í tímans rás og hvernig þau hafa verið notuð til þess að skreyta og fegra. Við skoðum hvernig mynstur getur verið hreyfing eða endurtekning, líka úti í náttúrunni. Svo er líka hægt að rannsaka mynstrið á vettlingunum okkar eða á sokkunum eða hjá Línu Langsokk.

Vilborg Bjarkadóttir myndlistarkona tekur á móti krökkunum og skoðar með þeim gripi, spjallar, afhendir teikniáhöld og leiðbeinir. Allt efni verður á staðnum.

Við hlökkum til að sjá ykku í Þjóðminjasafninu í vetrarfríinu. Á Þjóðminjasafninu er alltaf eitthvað nýtt að sjá - þess vegna koma sömu gestirnir aftur og aftur.

Safnabingó og ratleiki er hægt að nálgast í móttöku til að gera heimsóknina enn skemmtilegri.

Opið á kaffihúsinu.

Börn fá frítt inn á Þjóðminjasafnið. Miði fyrir fullorðna kostar 3.000 kr. og gildir í ár frá kaupum.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.