Hvenær
March 10, 2026
Kl. 12
Hvar
Fyrirlestrarsalur, 1. hæð

Í hádeginu flesta þriðjudaga býður Þjóðminjasafn Íslands upp á viðburði af ýmsu tagi s.s. bíósýningar, leiðsagnir og fyrirlestra.

Þórir Ingvarsson, ljósmyndaforvörður, fjallar um frumprent ljósmynda Sigfúsar Eymundssonar út frá sögu ljósmyndatækninnar og helstu atriða við varðveislu 19. aldar ljósmyndaprenta.

Sigfús Eymundsson starfaði sem ljósmyndari hér á landi í rúmlega tvo áratugi á seinni hluta 19. aldar, frá árinu 1866. Hann rak ljósmyndastofu undir sínu nafni allt til ársins 1909, en síðasta aldarfjórðunginn í samstarfi við Daníel Daníelsson mág sinn.

Þau efni sem notuð voru til framleiðslu ljósmynda á þeim árum sem Sigfús stundaði ljósmyndun eru um margt ólík þeim sem tóku við undir aldamótin 1900 og voru ráðandi alla 20. öldina.

Fjallað verður um efnisuppbyggingu ljósmynda frá þessum tíma, hvað ber að hafa í huga þegar slíkar myndir eru meðhöndlaðar og hvernig best er að standa að varðveislu þeirra til lengri tíma.

Nokkur frumprent Sigfúsar frá 19. öld má sjá á sýningu Einars Fals Ingólfssonar Samtal við Sigfús - Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands til 22. mars 2026.

Aðgöngumiði í safnið gildir á viðburðinn. Athugið að aðgöngumiði jafngildir árskorti í safnið.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.