Um fáheyrða jólavætti og jólatóna

Þegar jólin nálgast gera jólavættir og jólatónar vart við sig þar sem jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði og jólakötturinn láta sjá sigá mannamótum, ásamt þess að jólalög eru leikin á útvarpsstöðvum. Þó eru sumir jólagestir og jólatónar tíðari en aðrir, en á þessu málþingi munu fræðimenn ræða um vætti og verur sem birtast um jóla og vetrarleytið, ásamt þess sem að fáheyrðir jólatónar verða til umræðu.
Kynnir og fundarstjóri: Kári Pálsson
Enginn aðgangseyrir.
Dagskrá
13:00
Málþingið sett
Kári Pálsson býður gesti velkomna og segir frá málþinginu í stuttu máli.
13:10-14:10.
Riders on the Storm; Riders at the Door: The Nordic Legends of the WildRide
Terry Gunnell, prófessor emeritus
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, en hægt verður að ræða umefnið og spyrja spurninga á íslensku í fyrirspurnartíma strax að fyrirlestri loknum.
Stutt pása - Kaffi, kleinur og snúðar.
14:30 - 15:00
Grýla kallar á börnin sín - Mannát um jólin
Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktor í þjóðfræði
15:00-15:30
Ég sá hjörtinn renna - Vikivakaleikirnir
Atli Freyr Hjaltason þjóðfræðingur
15:30 - 15:50
Joseph S. Hopkins, málfræðingur og bókaútgefandi, ræðir stuttlega um norrænar þjóðfræðivættir sem birtast í bókum útgefnar af útgefandanum Hyldyr.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, en hægt verður að ræða um efnið og spyrja spurninga á íslensku í fyrirspurnartíma strax að fyrirlestri loknum.
15:50 - 16:20
Sjaldheyrð lög við íslensk jólakvæði
Þorsteinn Björnsson doktorsnemi
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Ljósmynd: Joseph S. Hopkins.











