Hvenær
October 11, 2022
12:00 PM
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Sigríður Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Hólum flytur erindi sem ber heitið, Torf til bygginga. Í tilefni af sýningunni Á elleftu stundu sem er til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands um þessar mundir og veitir innsýn í umfangsmikla og ómetanlega skráningu torfbæja hér á landi verður Sigríður Sigurðardóttir lektor við Háskólann á Hólum með fyrirlestur sem ber heitið, Torf til bygginga.

Í fyrirlestrinum mun Sigríður fjalla um hvernig torf var valið, tekið og meðhöndlað og því síðan hlaðið upp, en aðferðin var mismunandi eftir landshlutum.

Eins og áður segir er fyrirlesturinn í tilefni af sýningunni Á elleftu stundu sem sýnir ómetanlegt heimildarefni um íslenska torfbæinn.

Árið 1973 hóf danski arkitektinn Poul Nedergaard Jensen, kennari við Arkitektaskólann í Árósum, samstarf við Konunglegu dönsku listaakademíuna í Kaupmannahöfn og Þjóðminjasafn Íslands um skrásetningu á íslenskum torfbæjum áður en það yrði of seint. Þessi byggingartegund sem þróast hafði með þjóðinni í meira en þúsund ár var að miklu leyti horfinn og þeir torfbæir sem eftir voru stóðu frammi fyrir eyðileggingu.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.