Safnanótt í Þjóðminjasafninu

Velkomin á Safnanótt! Skemmtileg dagskrá í safninu frá kl. 18 - 23. Safnbúðin verður að sjálfsögðu opin og tilboð í kaffihúsi. Við hlökkum til að sjá alla fjölskylduna.

Kl. 19:00 - 22:00: Kvöldvaka við baðstofuna með kvæðamannafélaginu Iðunni
Öldum saman styttu Íslendingar sér stundir við vinnu sína á kvöldin í baðstofunni með ýmis konar skemmtun, afþreyingu og fræðslu. Á meðan heimilisfólk sat á rúmstokknum með verk í hönd tók eitthvert þeirra að sér að kveða, segja sögu eða lesa upp úr gömlum eða nýjum ritum hinum til skemmtunar.
Gestum Þjóðminjasafnsins býðst að hverfa aftur á 19. öld, setjast á bekk með kamba eða snældu í hönd, og upplifa kvöldvöku þar sem félagsfólk Kvæðamannafélagsins Iðunnar sér um afþreyinguna. Dagskráin hefst með kvæðalagaæfingu þar sem ungum sem öldnum verður kennt að kveða nokkar stemmur við vísur sem höfða til barna. Síðan verður dagskráin óslitin og afar fjölbreytt því allan tímann tekur eitt við af öðru, svo sem ýmiss konar kveðskapur, rímur og vísur fluttar af kvæðamönnum og -konum, einnig börnum, sagnaþulur segir sögu, vísur og kvæði lesin upp, langspilsleikur, söngur, lítið hagyrðingamót þar sem þrír hagyrðingar flytja frumsamdar vísur með ákveðnu þema og sagnadans (víkivakadans/hringdans).

Kl. 18:15 - 19:00: Sérfræðileiðsögn um sýninguna Þjóð í mynd með Gunnari Tómasi Kristóferssyni
Sýningin hverfist um atburðina í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar 1944 og hátíðarhöldin á 17. júní þegar Lýðveldið Ísland var stofnað.
Á sýningunni eru kvikmyndir úr safnkosti Kvikmyndasafnsins sem ekki hafa áður komið fyrir augu almennings áður í bland við ljósmyndir, gripi og frásagnir fólks af atburðunum. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á þátttöku almennings og andrúmsloftið sem ríkti á þessum merku atburðum í sögu þjóðarinnar. Íslenskur almenningur lét sig málið varða og dreif það áfram með virkri þátttöku.
Gunnar Kristófersson er sérfræðingur rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands.

Kl. 20:00 - 21:00: Sérfræðileiðsögn með Kristjáni Hannessyni um miðaldahluta grunnsýningarinnar, Þjóð verður til.
Kristján er doktor í miðaldafræðum. Hann tekur á móti gestum og gengur með þeim um sýninguna og beinir sjónum sínum að miðöldum.
Fyrirlesturinn:
Youtube-rás safnsinsDagskrá
18:00-22:00
Safnanótt, frítt inn
20:00-20:30
Sérfræðileiðsögn með Kristjáni Hannessyni um grunnsýninguna Þjóð verður til
18:00-18:40
Sérfræðileiðsögn um sýninguna Þjóð í mynd með Gunnari Tómasi Kristóferssyni
18:00-21:00
Kvöldvaka við baðstofuna með Kvæðamannafélaginu Iðunni