Opnunarhátíð jóladagskrár

Sunnudaginn 30. nóvember kl. 14 eropnunarhátíð jóladagskrár Þjóðminjasafnsins í barna- og fjölskyldurýminu semhefur nú verið br eytt í jólaheim barnanna. Jóladagskráin hefst á jólatónleikum nemenda úr Allegro Suzukitónlistarskólanum og atriðum úr sýningunni Jóladraumar frá Íslenska dansflokknum.
Jóladagskrána í heild sinni má sjá HÉR.
14:00 – Jólatónleikar AllegroSuzukitónlistarskólans
14:30 – Jóladraumar með Íslenska dansflokknum
Fiðlu- og píanónemar frá AllegroSuzukitónlistarskólanum spila jólalög fyrir gesti. Meðal annars má heyra klassísk jólalög; Bráðum koma blessuð jólin, Skreytum hús og Klukknahljóm. Einnig verða flutt klassísk verk, til að mynda La folia eftir Corelli og Fantaisie-impromtu eftir Chopin.
Ævintýrið Jóladraumar lifnar við með Íslenska dansflokknum. Jóladraumar er ævintýraleg aðventustund fyrir alla fjölskylduna þar sem dansarar Íslenska dansflokksins birtast sem stórkostlegir jólakarakterar í dansandi gleði. Á hátíðinni eru flutt brot úr verkinu og endað á skemmtilegu, litlu jólaballi þar sem gestir fá að dansa í kringum lifandi jólatré og fá stórskemmtilega danskennslu. Íslenski dansflokkurinn flytur dansverkið Jóladrauma í heild sinni í Borgarleikhúsinu á aðventunni.
Gestir geta einnig skrifað jólakveðju í notalegu umhverfi til ástvina á fallegt kort og póstlagt það í rauðan póstkassa á staðnum — pósturinn sér um að koma kveðjunni alla leið.
Komið og upplifið með okkur sannkallaða jóladrauma umvafin ljúfum jólatónum á Þjóðminjasafninu!
Enginn aðgangseyrir er á viðburðinn.











