Hvenær
September 13, 2022
12:00 PM
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Dr. Cecilia Collins, mannabeina- og fornmeinafræðingur, flytur erindi í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn er á ensku.

Nýlegar rannsóknir hafa breytt skilningi okkar á áþján vegna sjúkdóma fyrr á öldum, sérstaklega hvað varðar algengi berkla og krónískra öndunarfærasýkinga. Með því að skoða meinafræðilegar breytingar á beinum í kinnholum og eyrum er hægt að átta sig á umfangi sjúkdóma í samfélögum fyrri tíma og mögulegar heyrnarskerðingar jafnt hjá fullorðnum sem og börnum.

Cecilia kom fyrst til náms á Íslandi í mannabeina- og fornmeinafræði árið 2008. Hún lauk doktorsgráðu við háskólann í Reading, Englandi, árið 2019. Hún hefur einnig stundað nám og starfað í Bandaríkjunum, Bretlandi, Sviss, Hong Kong og Þýskalandi. Hún er nú sest að í Reykjavík með fjölskyldu sinni og starfar við rannsóknir hjá Háskólanum í Reykjavík.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.