Hvenær
April 5, 2025
kl. 13
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Íslenskir og erlendir sérfræðingar flytja erindi um norræn trú, kirkjur og búsetu á 11. öld í Skagafirði, íslensku kirkjuklæðin og Vínlandssögur í fagurbókmenntum.

Stiftelsen Barbro og Sune Örtendahls fond í Svíþjóð stendur fyrir málstofu um norræn miðaldaefni í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og Kakalaskála í Skagafirði. Sjóðurinn vinnur að því að efla kunnáttu um Ísland í Svíþjóð. Málstofan fór fram í Röhsska-safninu í Gautaborg í október 2024.

Málstofan fer fram í Þjóðminjasafninu laugardaginn 5. apríl og í Kakalaskála sunnudaginn 6. apríl.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Kl. 13:00

Málþingið sett.
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður býður gesti velkomna.

Nanna Hermansson segir nokkur orð um Stiftelsen Barbro og Sune Örtendahls og kynnir fyrirlesara.

Kl. 13:15-14:00

Norræn trú í upplausn.
Olof Sundquist prófessor í trúarbragðasögu við Háskólann í Stokkhólmi.

Olof lýsir trúarbrögðum á Norðurlöndum milli 900 og 1100 með áherslu á kristnitöku og þróun kristnihalds og varpar ljósi á hvernig hin norræna ásatrú vék fyrir kristni og hver aðkoma veraldlegra höfðingja í Noregi og Íslandi var.

Kl. 14:00-14:45

Kirkjur og búseta á 11. öld í Skagafirði.
Guðný Zoëga dósent við Háskólann á Hólum er fornleifafræðingur með beinafræði sem sérgrein.

Guðný hefur um árabil stundað fornleifarannsóknir á upphafi byggðar, byggðaþróun, elstu kirkjum og kirkjugörðum í Skagafirði. Hún mun fjalla um hvað rannsóknirnar hafa leitt í ljós og hvað þær geta sagt okkur um fólk og samfélag frá landnámi fram á 12. öld.

Kl. 14:45-15:15

Kaffihlé. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.

Kl. 15.15 -16.00

Íslensku kirkjuklæðin frá miðöldum og síðari öldum.
Lilja Árnadóttir fyrrum sérfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands ritstýrði bókinni Með verkum handanna sem safnið gaf út árið 2023.

Lilja fjallar um rannsóknir Elsu E. Guðjónsson á íslenskum refilsaumi sem birtar eru í áðurnefndri bók. Heitið er tilvitnun í texta úr Jóns sögu helga um Ingunni lærðu sem saumaði út og hlustaði á guðsorð. Varðveitt eru fimmtán klæði frá mismunandi tímum, sem hafa sennilega verið unnin í íslenskum klaustrum.

Kl. 16.00-16.45

Vínlandssögurnar í fagurbókmenntum.
Joakim Liljegren sérfræðingur í norrænum tungumálum, þýðandi og bókavörður við bókasafn Gautaborgarháskóla.

Joakim fjallar á íslensku um hvernig áhrifa íslenskra miðaldabókmennta gætir í fagurbókmenntum seinustu tveggja alda. Efni Eiríkssögu rauða og Grænlendingasögu hefur orðið innblástur margra höfunda víða um heim allt frá byrjun 19. aldar þegar norrænt fólk tók að flytja til Vesturheims.

Dagskráin verður endurtekin sunnudaginn 6. apríl í Kakalaskála í Skagafirði.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Ljósmynd: Refill fráHvammi í Dölum sem varðveittur er á Þjóðminjasafni Dana

Stiftelsen Barbro og Sune Örtendahls: https://ortendahlsfond.se

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.