Hvenær
October 17, 2024
13:00
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Þann 17. október var málþing á Þjóðminjasafni Íslands í tilefni af alþjóðlegum degi óáþreifanlegs menningararfs. Flutt voru fjölbreytt erindi er snúa að hefðum, handverki og siðum.

Sýnd verður stuttmynd sem gerð var í tilefni þess að íslensk sundlaugarmenning var tilnefnd til á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Myndin var samstarfsverkefni Menningar-og viðskiptaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

13:00: Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður setur málþingið.

13:05: Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra Lifandi hefða og þjóðfræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands: Lifandi hefðir og sundlaugamenning á Íslandi til UNESCO: Fyrsta sjálfstæða tilnefning Íslands á yfirlitsskrá UNESCO um óáþreifanlegan menningararf og yfirlitsskráin Lifandi hefðir.

13:30: Einar Jóhann Lárusson, tréskipasmiður: Tréskipasmíði, deyjandi starfsgrein

14:00: Jón Jónsson, þjóðfræðingur hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum: Unnið með óáþreifanlegan menningararf

14:30: Kristín Vala Breiðfjörð, formaður /framkvæmdarstjóri Heimilisiðnaðarfélags Íslands: Heimilisiðnaðarfélag Íslands: óáþreifanlegur menningararfur í 110 ár

15:00: Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands: Menningardeiglan. Frásagnir pólskra Íslendinga.

15:30: Kaffi og kleinur og spjall

16:00: Fundarlok

Fundarstjóri: Sigurlaug Dagsdóttir

Á eftir málþinginu verður boðið upp á kaffi og kleinur.

Ljósmynd: Sigurður Guðmundsson (1900-1986) Nr. SiG-6747

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.