Hvenær
February 1, 2026
Kl. 14
Hvar
Barna- og fjölskyldurými

Langspil er íslenskt strokhljóðfæri sem er aflangur viðarstokkur með strengjum, festir við skrúfur. Langspilið er haft á borði eða hnjám þegar menn leika á það, og var oft notað á efnaðari bæjunum á Íslandi til skemmtunar.

Í langspilssmiðjunni læra börn undirstöðuatriðin í langspilsleik eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Nemendur fræðast um langspilið í sögulegu, menningarlegu og alþjóðlegu samhengi, með sérstakri áherslu á gamla bændasamfélagið og baðstofumenninguna. Kennd verða vel valin lög úr þjóðlagasafni Sr. Bjarna Þorsteinssonar sem verða undir lok smiðjunnar flutt við langspilsleik þátttakenda. 

Smiðjunni er einnig ætlað að vekja nemendur til umhugsunar um menningararf og alþýðumenningu fyrri tíðar. Langspilið, fyrirbæri sem tilheyrði gamla bændasamfélaginu, er fært í nútímahorf og verður þannig að lifandi menningararfi sem ferðast þvert á landamæri. Um leið og nemendur fræðast um íslenska afbrigðið af bordún-sítar, fá þau innsýn í víðfeðman heim alþýðumenningar um allar álfur.  

Langspilssmiðjan er í um klukkustund og verða öll kennslugögn til staðar.

Langspilssmiðjan er hluti af barnadagskrá Þjóðminjasafnsins sem fer fram fyrsta sunnudag hvers mánaðar.

Enginn aðgangseyrir er í langspilssmiðjuna í barna- og fjölskyldurýminu á fyrstu hæð.

Að lokinni langspilssmiðjunni er tilvalið að skoða aðrar sýningar safnsins, setjast niður á kaffihúsið, fönda með börnunum í fjölskyldurýminu eða líta við í safnbúðina.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.