Hvenær
May 10, 2022
12:00 PM
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Hugmyndahatturinn - handbók um skapandi samstarf grunnskóla og safna

Jóhanna Bergmann, safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands, flytur erindi um handbók sem hún hefur unnið fyrir grunnskólakennara um skapandi samstarf grunnskóla og safna um menntun barna. Handbókin nefnist Hugmyndahatturinn og í henni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðsvegar á landinu. Fyrirlesturinn verður einnig í beinu streymi hér á YouTube rás safnsins.

Hugmyndahatturinn er aðgengilegt uppflettirit sem gagnast sem innblástur fyrir grunnskólakennara um mögulegar nálganir í fræðslu nemenda í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Handbókin kemur sér einnig vel fyrir starfsfólk safna sem hefur áhuga á að brydda upp á skemmtilegum nýjungum í safnfræðslu fyrir grunnskólanemendur. Jóhanna ræðir tilurð handbókarinnar, uppbyggingu hennar og notagildi. Hún setur hana í samhengi við safnfræðslu á Íslandi, opinberar stefnur ríkis, sveitastjórna og stofnana í menntamálum og málefnum menningar og lista auk barnamenningar. Jafnframt dregur hún fram kennslufræðilegt samhengi safnfræðslu og áherslu á skapandi starf í kennslu grunnskólabarna.

Jóhanna Bergmann er safnkennari við Þjóðminjasafn Ísland. Hún lýkur meistaranámi í kennslufræðum við listkennsludeild Listaháskóla Íslands í vor og var gerð Hugmyndahattsins lokaverkefni hennar.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.