Hvenær
April 25, 2023
12:00 PM
Hvar
Fyrirlestrarsalur

Í erindinu fjallar Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur um hvernig nýta má heimildir á Þjóðskjalasafni Íslands til að rýna í efnahagslega stöðu vinnukvenna á 18. og 19. öld.

Stór hluti íslenskra kvenna á 18. og 19. öld starfaði í vinnumennsku allt sitt líf og giftist aldrei. Margar þeirra ferðuðust um með eigið búfé og flestar áttu þær framleiðslutæki þar sem konur sinntu hvers kyns sérhæfðri þjónustu sem nærsamfélag þeirra þarfnaðist. Í krafti þess gátu margar þeirra eflaust sett skilyrði fyrir ráðningu hjá bændum eða beðið um betri kjör. Erfitt hefur hins vegar reynst að álykta eitthvað um efnhagslega stöðu kvenna, þ.e. hvort þær höfðu getu til að selja þjónustu sína eða fengu arð af eigum sínum.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.