Dagur óáþreifanlegs menningararfs

Frá árinu 2023 hefur 17. október verið tileiknaður óáþreifanlegum menningararfi. Óáþreifanlegur menningararfur vísar til lifandi hefða, siða, venja, þekkingar og færni samfélaga sem er miðlað frá einni kynslóð til annarrar. Á Íslandi hefur áhersla á óáþreifanlegan menningararf aukist á undanförnum áratugum, m.a. í tengslum við samning UNESCO frá 2003 um varðveislu menningarerfða.
Í tilefni af degi óáþreifanlegs menningararfs beinir Þjóðminjasafnið í ár sjónum að tónlist, kvæðum og kveðjaskap í viðburðadagskrá októbermánaðar. Þjóðminjasafnið mun í samtarfi við kammerhópinn ReykjavíkBarokk bjóða upp á forntónlistarhátíðina Konu í safninu, en um er að ræða þrenna ólíka tónleika þar sem litið er til kvenfrumkvöðla í barokktónlist. Þá mun Þjóðminjasafnið í samstarfi við Árnastofnun standa fyrir málþingi um alþýðuskáldið Bólu-Hjálmar. Á málþinginu verður m.a. fjallað um kveðskap skáldsins, söfnun hans á þjóðlegum fróðleik, auk þess sem kvæðamannafélagið Iðunn mun kveða kvæðalög sem varðveist hafa meðal afkomenda hans.
Nánari upplýsingar um viðburði októbermánaðar tengda hinum óáþreifanlega menningararfi er að finna hér:
7. október - The Day Iceland Stood still - kvikmyndasýning
11. október - Kona forntónlistarhátíð: Bréf Halldóru og ópera Francescu - árið 1625
12. október - Kona forntónlistarhátíð: Til þín María
19. október - Kona forntónlistarhátíð: Frumkvöðlar strengjakvartettsins
21. október - Kona að störfum - kvikmyndasýning
25. október - Málþing um Bólu-Hjálmar og lífsverk hans











