Úr mýri í málm
Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram.
Fræðimenn hafa lengi reynt að svara spurningum um rauðablástur á Íslandi, t.d. hvernig mýrarrauðinn var unninn? Hvernig voru blástursofnarnir uppbyggðir? Hvernig voru þeir einangraðir og kynntir upp? Hversu gott járn var hægt að vinna úr íslenskum mýrarrauða?
Á sýningunni Úr mýri í málm er farið yfir rannsóknir á járngerð á Íslandi. Tilraunir á rauðablæstri sem fram fóru á Eiríksstöðum í Haukadal verða kynntar en þá var, í fyrsta skipti í margar aldir, járn brætt þar sem einungis var notaður íslenskur efniviður.
Gestir sýningarinnar fá að kynnast öllu járngerðarferlinu, allt frá orkuöflun (skógarhöggi og kolagerð), hráefnisvinnslu (mýrartöku), gerð járnbræðsluofna til bræðslu járns (rauðablásturs).
Sýningin er unnin í samstarfi við Hurstwic LLC og Eiríksstaði sem stóðu að tilraunaverkefninu með rauðablástur árið 2019.
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
