Eldri sýningar
Tónlist, dans og tíska

Hvenær
12. september 2020
14. mars 2021
Hvar
Veggur
Amdram menningarlífsins í Reykjavík kemur sterkt fram í sérvöldum ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900 - 1984) ljósmyndara frá árum seinni heimstyrjaldarinnar. Þar má sjá dansmeyjar og tónlistarmenn í bland við einstakar myndir af tískusýningu á Hótel Borg. Glæsileiki og fágun eru alsráðandi í myndatökunum.
Vigfús hafði á 4. áratugnum heimsótt Þýskaland þar sem hann kynntist kvikmyndagerð en öðlaðist líka nýja sýn í ljósmyndun. Þannig gætir áhrifa þýsks expressionisma í ljósmyndum hans þar sem sterkir skuggar og ljós leika stórt hlutverk og auka hrifnæmi verkanna.
Vigfús var einn allra þekktasti ljósmyndari og kvikmyndagerðamaður Íslands á fyrri hluta 20. aldar.
Sýningarstjóri:
Handrit:
Linda Ásdísardóttir
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:
Samstarfsaðilar:
Safnbúð
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
