Hvenær
June 14, 2024
September 7, 2025
Hvar
3ja hæð

Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands hafa tekið saman höndum um sýningu á efni frá atburðum þeim sem áttu sér stað í maí og júní árið 1944 og leiddu til lýðveldisstofnunarinnar þann 17. júní.

Á sýningu verða kvikmyndir úr safnkosti Kvikmyndasafnsins sem ekki hafa áður komið fyrir augu almennings í bland við ljósmyndir, gripi og frásagnir fólks af atburðunum úr safni Þjóðminjasafnins. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á þátttöku og upplifun almennings á þessum merku atburðum í sögu þjóðarinnar.

Lýðveldisstofnunin var nefnilega ekki aðeins opinber stjórnmálagjörningur þar sem þing kaus forseta, nýja stjórnarskrá og íslenska ríkið sagði formlega skilið við danskt konungsvald. Þetta voru ekki síður atburðir sem allur almenningur í landinu lét sig varða og dreif áfram með virkri þátttöku.

Sýningarstjóri:
Bryndís Erla Hjálmarsdóttir
Handrit:
Gunnar Tómas Kristófersson, Kristján Mímisson
Þýðandi:
Joe Wallace Walser III, Kristján Mímisson
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Ármann Agnarsson
Prentun texta:
Þakkir:
Jón Stefánsson fyrir eftirvinnslu á kvikmyndaefni

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.