Hvenær
September 12, 2020
March 14, 2021
Hvar
Myndasalur

Myndheimur Halldórs Péturssonar.

Fáir hafa teiknað sig eins djúpt inni í hjarta þjóðarinnar og listamaðurinn Halldór Pétursson (1916-1977). Á blómatíma hans sem teygði sig yfir marga áratugi voru verk hans alltumlykjandi í íslensku samfélagi. Hann myndskreytti fjöldann allan af bókum, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir.

Borgin og sveitin, dýrin og mannfólkið teiknaði Halldór af mikill ástríðu og innsæi. Hann skóp myndheim sem talaði beint inni í hjarta þjóðarinnar. Heim sem var fullur af sterkum og litríkum persónum og oftar en ekki litaður gamansemi og endurliti til fortíðar. Samtímamenn hans þekktu best hestamyndir hans sem og skopteikningar í tímaritinu Speglinum. Langlífasta verk hans er sennilega teikningar við kvæði Vísnabókarinnar sem kom fyrst út árið 1946 og er ennþá fáanleg. Halldór lærði í Danmörku og Bandaríkjunum og var einn af stofnendum Félags íslenskra teiknara.

Á þessari yfirlitssýningu á verkum Halldórs má glöggt sjá fjölhæfni hans sem teiknara en þar eru sýndar teikningar, skissur og fullunnin verk hans frá barnæsku til æviloka. Árið 2017 færðu börn Halldórs Þjóðminjasafni til varðveislu heildarsafn teikninga föður síns. Stór hluti verkanna á sýningunni koma úr þeirri safneign en eins eru sýnd verk fengin að láni frá fjölmörgum stofnunum hér á landi.

Sýningarstjóri:
Unnar Örn Auðarson
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.