Spessi 1990-2020

Samtímaljósmyndarinn Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson - hefur skapað sér einstakan stíl á sviði fagurfræðilegrar ljósmyndunar. Í verkum hans birtist iðulega blákaldur veruleikinn, ekkert fegrað og ekkert dregið undan sama hvort myndefnið er manneskjan eða umhverfið. Kimar samfélagsins í samtvinningi við menningarlífið eru áberandi í verkum hans. Val hans og efnistök eru gjarnan ögrandi en samtímis gædd mannúð og kímni.
Spessi er fæddur árið 1956 á Ísafirði. Þangað hefur hann sótt innblástur í mörg verk eins og sést í myndaröðunum Hetjur og Úrtak. Nýjasta verkefni hans C19 var einnig tekið í heimabæ hans. Spessi nam ljósmyndun við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Hollandi og útskrifaðist þaðan árið 1994. Ljósmyndir og vídeóverk hans hafa birst á fjölmörgum einkasýningum og samsýningum hér á landi og erlendis m.a. í Hollandi, Svíþjóð, Finnlandi, Lettlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi.
Ferill Spessa spannar meira en 30 ár og á yfirlitsýningu hans má sjá þær ótal sögur sem birtast í verkum hans. Stoltar hvunndagshetjur, einmana bensíndælur, yfirgefin rými, beygluð byltingarvopn, byssueigendur, blokkaríbúar og listamenn, sumir vandræðalegir aðrir sjálfsöruggir.
Verk Spessa eru spegill á íslenskt samfélag og fela í sér mikilvæga samfélagsrýni.
Fjölmiðlaumfjöllun
- Einhver lína í gegnum þetta allt (pdf). viðtal við Spessa, Morgunblaðið 27.03.2021
- Hin hrjúfa fegurð Spessa. Menningin, RÚV 12.04.2021
- Ég vil sýna hlutina eins og þeir eru. Fréttablaðið 1.04.2021
- Blákaldur veruleiki Spessa. Stundin 7.04. 2021
- Spessi. Víðsjá 25.03.2021
- Sir Arnar Gauti. Hringbraut 8.04.2021
- Ljósmyndasýningin Spessi 1990 - 2020. Bæjarins besta 21.04.2021
- Lestrarklefinn. 14.05.2021
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
