Hvenær
June 7, 2019
April 25, 2021
Hvar
Safnahúsið, Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

Íslenskt orðanet er umfangsmikið yfirlit í orðabókarbúningi um íslenskan orðaforða og innra samhengi hans, byggt á greiningu á merkingarvenslum íslenskra orða og orðasambanda. Gengið er út frá þeirri forsendu að lesa megi merkingarvensl orða út úr setningarlegum og orðmyndunarlegum venslum þeirra eins og þau birtast í orðasamböndum og samsetningum. Í upphafi lá til grundvallar safn orðasambanda og samsetninga með samræmdri framsetningu sem hefur að geyma rösklega 200 þúsund orðasambönd af ólíku tagi og um 100 þúsund samsetningar. Þetta safn sameinar gagnaefni Stóru orðabókarinnar um íslenska málnotkun (2005) og Orðasambandaskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Orðabókar Háskólans). Til viðbótar þessu efni hefur mjög verið leitað fanga í stafrænum textasöfnum og málheildum, einkum í safninu Tímarit.is og Markaðri íslenskri málheild. Allt þetta efni er tengt flettulista sem sameinar um 250 þúsund einyrtar og fleiryrtar flettur.

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.